Erlent

Bin Laden í Pakistan?

Osama Bin Laden er líklega á lífi og heldur til í Pakistan. Þetta segir Pervez Musharraf, forseti Pakistans og byggir hann þetta á upplýsingum frá leyniþjónustunni í landinu. Að sögn Musharrafs hafa yfirheyrslur á háttsettum liðum úr Al-Qaeda leitt í ljós að margt bendi til að Bin Laden sé á lífi og haldi til í Pakistan. Það sé mun líklegra en að hann haldi til í Afghanistan, enda telji háttsettir menn í hryðjuverkasamtökunum sig mun öruggari í Pakistan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×