Erlent

15 ár í inngöngu Tyrkja

Að minnsta kosti 15 ár eru þangað til Tyrkland getur gengið í Evrópusambandið að mati fjármálaráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy. Þá segir Sakorsky að innganga Tyrkja í sambandið sé háð því að Frakkar samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati Sarkozy myndi innganga Tyrkja í ESB þýða að 10 Austur-Evrópulönd myndu fylgja í kjölfarið og því verði að fara hægt í sakirnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kemur saman þann 6. október til þess að fjalla um hugsanlega aild Tyrkja að sambandinu í náinni framtíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×