Erlent

Dan Rather látinn fara?

Framtíð fréttamannsins Dans Rathers er í tvísýnu eftir að hann flutti umdeilda frétt í fréttaskýringaþættinum sextíu mínútur um herþjónustu Bush Bandaríkjaforseta. Efnislega er fréttin sögð vera rétt, en í ljós kom að skjöl sem voru lögð henni til grundvallar voru fölsuð. Yfirmenn sjónvarpsstöðvarinnar CBS virðast samkvæmt fréttum New York Times og Variety í dag ætla að láta Rather taka skellinn og því gert skóna að Rather hætti jafnvel í vor. Engin áform voru um að Rather hætti sem aðalfréttaþulur stöðvarinnar þangað til fréttin umdeilda var send út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×