Innlent

Rekald sett út í dag

Leitinni að líki Sri Rahmawati verður haldið áfram í dag. Rekald verður sett í sjóinn, þar sem Hákon Eydal hefur sagst hafa varpað líkinu fyrir kletta, í því skyni að líkja eftir reki þess í sjónum. Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson mun fylgast með rekaldinu fram á kvöld í þeirri von að það gefi vísbendingar um hvert straumarnir hafi hrifið póstpokann með líki Sri og morðvopninu, þungu barefli, sem Hákon Eydal viðurkennir að hafa beitt. Niðurstöður þessarar tilraunar ættu að liggja fyrir á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×