Erlent

Afsögn forsætisráðherra Pakistans

Forsætisráðherra Pakistans, Safarullah Khan Jamali, hefur sagt af sér eftir fund sem hann átti með forseta landsins, Pervez Musharraf. Jamali hefur þegar nefnt eftirmann sinn. Ríkisstjórnin mun einnig segja af sér en verður við völd þar til nýr forsætisráðherra hefur tekið við stjórn. Ráðherrann sagði af sér sama dag og fyrstu viðræður milli Indlands og Pakistans á þremur árum, um hið umdeilda hérað Kasmír, áttu sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×