Erlent

Vara við sýktum síðum

Tölvusérfræðingar vara við víðtækri árás sem beinast mun að fjölda vinsælla vefsíðna. Þetta kemur fram á heimasíðu Tæknivals. Þar segir að bandarísk stjórnvöld hafi gefið út viðvörun um að allar vefsíður, hversu traustvekjandi sem þær virka, kunni að vera sýktar og geti hugsanlega haft að geyma hættulegan kóða. Eins konar tölvuveira geri tilraun til að hlaða inn hugbúnaði tölvuþrjóts á tölvur þeirra notenda sem fari inn á sýktar vefsíður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×