Erlent

Í kapp við tímann

Stjórnmálaflokkarnir á Norður-Írlandi verða að fá niðurstöðu í það í sumar hvort þeir nái að mynda heimastjórn í landinu. Ella mega þingmenn á norður-írska þinginu búast við því að missa stöðu sína og laun sem fylgja henni, sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, eftir fund með Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, og fulltrúum norður-írsku stjórnmálaflokkanna. Hvorki hefur gengið né rekið í stjórnarmyndunarviðræðum eftir að helstu harðlínuflokkarnir á hvorum enda norður-írskra stjórnmála fengu mest fylgi í síðustu þingkosningum. Lokatilraun til stjórnarmyndunar verður gerð í september að sögn Blair og Ahern.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×