Erlent

Matvælaverð hækkað með aðild

Matvælaverð hefur hækkað verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim auknum tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum. Kjúklinga- og nautakjöt hefur hækkað um meira en fimmtung á tveimur mánuðum. Svínakjöt hefur hækkað um tæp tíu prósent á sama tíma. "Áður keypti ég alltaf kjúkling og við fengum okkur nautakjöt einu sinni í viku. Nú er ég hætt að kaupa nautakjöt," sagði eftirlaunaþeginn Elzbieta Sulimierska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×