Erlent

Fjármagna baráttu gegn smygli

MYND/Reuters
Tóbaksrisinn Philip Morris mun á næstu tólf árum greiða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna til að fjármagna baráttu gegn sígarettusmygli og greiða Evrópusambandinu skaðabætur fyrir smygl. Sambandið hefur um árabil staðið í málsókn gegn stærstu sígarettuframleiðendum heims og sakað þá um að smygla sígerettum til að komast framhjá háum tóbakstollum í Evrópusambandslöndunum. Með þessu samkomulagi er bundinn endi á gagnkvæmar málsóknir Evrópusambandsins og Philips Morris.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×