Múrinn stenst ekki alþjóðalög 9. júlí 2004 00:01 Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels. Ísraelska dagblaðið Haarets komst yfir úrskurð dómara alþjóðadómstólsins, en birta á hann í dag. Niðurstaða fjórtán dómara af fimmtán er á þá leið, að múrinn standist ekki alþjóðalög. Samkvæmt frétt blaðsins kemst dómstóllinn að því, að rífa verði múrinn og greiða palestínskum eigendum lands, sem lagt var hald á, bætur. Í úrskurðinum segir einnig, að dómurinn sé ekki sannfærður um að múrinn hafi í raun verið reistur til varnar óbreyttum borgurum í Ísrael. Þess utan brjóti múrinn grundvallarmannréttindi Palestínumanna og öryggissjónarmið dugi ekki til að réttlæta þau brot. Ísraelsríki brjóti skuldbindingar sem það hafi gengist undir með því að undirrita alþjóðleg mannréttindalög. Það var öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem bað alþjóðadómstólinn að úrskurða um múrinn og niðurstaðan ætti því að verða kynnt ráðinu. Fulltrúi PLO hjá Sameinuðu þjóðunum og sendifulltrúar fjöldamargra Arabaríkja munu að líkindum óska eftir neyðarfundi ráðsins til að fjalla um málið, en Ísrael mun með fulltyngi Bandaríkjanna reyna að koma í veg fyrir að öryggisráðið fjalli um úrskurðinn. Ísraelsstjórn gerir sér einnig vonir um stuðning Evrópusambandsins við að koma í veg fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir, sambærilegar við þær sem Suður-Afríka sætti á tímum aðskilnaðarstefnunnar Apartheid. Stuðningur Evrópusambandsins verður þó að teljast ólíklegur í ljósi yfirlýsinga morgunsins, en talsmenn Evrópusambandsins segja að svo virðist, sem úrskurður alþjóðadómstólsins staðfesti að múrinn brjóti í bága við alþjóðalög. Í morgun hvöttu talsmennirnir stjórnvöld í Ísrael til að rífa múrinn niður á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum, þar með talið í Jerúsalem. Ísraelsmenn hafa þó ekki neitt slíkt í hyggju heldur ætla þeir að virða úrskurðinn að vettugi, enda er hann ekki bindandi. Dómsmálaráðherra Ísraels sagði úrskurði Hæstaréttar Ísraels eina skipta máli, niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag væri ómarktæk með hliðsjón af því að þar sætu dómarar frá Evrópusambandslöndum sem grunur léki á að væru ekki sérstaklega hliðhollir Ísraelsríki. Erlent Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Öryggismúr Ísraels brýtur í bága við alþjóðalög og heftir ferðafrelsi Palestínumanna ásamt atvinnufrelsi og frelsi til að leita menntunar og heilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag, sem dregur einnig í efa að múrinn þjóni í raun öryggishagsmunum Ísraels. Ísraelska dagblaðið Haarets komst yfir úrskurð dómara alþjóðadómstólsins, en birta á hann í dag. Niðurstaða fjórtán dómara af fimmtán er á þá leið, að múrinn standist ekki alþjóðalög. Samkvæmt frétt blaðsins kemst dómstóllinn að því, að rífa verði múrinn og greiða palestínskum eigendum lands, sem lagt var hald á, bætur. Í úrskurðinum segir einnig, að dómurinn sé ekki sannfærður um að múrinn hafi í raun verið reistur til varnar óbreyttum borgurum í Ísrael. Þess utan brjóti múrinn grundvallarmannréttindi Palestínumanna og öryggissjónarmið dugi ekki til að réttlæta þau brot. Ísraelsríki brjóti skuldbindingar sem það hafi gengist undir með því að undirrita alþjóðleg mannréttindalög. Það var öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem bað alþjóðadómstólinn að úrskurða um múrinn og niðurstaðan ætti því að verða kynnt ráðinu. Fulltrúi PLO hjá Sameinuðu þjóðunum og sendifulltrúar fjöldamargra Arabaríkja munu að líkindum óska eftir neyðarfundi ráðsins til að fjalla um málið, en Ísrael mun með fulltyngi Bandaríkjanna reyna að koma í veg fyrir að öryggisráðið fjalli um úrskurðinn. Ísraelsstjórn gerir sér einnig vonir um stuðning Evrópusambandsins við að koma í veg fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir, sambærilegar við þær sem Suður-Afríka sætti á tímum aðskilnaðarstefnunnar Apartheid. Stuðningur Evrópusambandsins verður þó að teljast ólíklegur í ljósi yfirlýsinga morgunsins, en talsmenn Evrópusambandsins segja að svo virðist, sem úrskurður alþjóðadómstólsins staðfesti að múrinn brjóti í bága við alþjóðalög. Í morgun hvöttu talsmennirnir stjórnvöld í Ísrael til að rífa múrinn niður á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum, þar með talið í Jerúsalem. Ísraelsmenn hafa þó ekki neitt slíkt í hyggju heldur ætla þeir að virða úrskurðinn að vettugi, enda er hann ekki bindandi. Dómsmálaráðherra Ísraels sagði úrskurði Hæstaréttar Ísraels eina skipta máli, niðurstaða alþjóðadómstólsins í Haag væri ómarktæk með hliðsjón af því að þar sætu dómarar frá Evrópusambandslöndum sem grunur léki á að væru ekki sérstaklega hliðhollir Ísraelsríki.
Erlent Fréttir Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira