Sport

Yfirburðir Barcelona algerir

Barcelona skellti erkifjendum sínum Real Madrid með þremur mörkum gegn engu í risaslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. 98 þúsund áhorfendur sáu leikinn á Camp Nou sem var í beinni útsendingu á Sýn. Yfirburðir Barcelona voru algerir í leiknum. Samuel Etoo og Giovanni van Bronckhorst skoruðu í fyrri hálfleik og Ronaldinho bætti við marki í síðari hálfleik úr vítaspyrnu. Barcelona er með sjö stiga forskot á toppnum en Real er enn í öðru sæti með 22 stig. Valencia vann góðan útisigur á Malaga 2-0 og sömuleiðis Deportivo La Coruna gegn Villareal. Real Sociedad og Athletico Bilbao mætast í kvöld í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×