Innlent

Sendimenn heimsækja Kárahnjúka

Sendiherrar, ræðismenn og fulltrúar fimmtíu og sex ríkja mæta á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í dag, föstudag. Hópurinn er á vegum utanríkisráðuneytisins. Skoðunarferð hópsins um Austurland byrjar á Reyðarfirði, þar sem Stríðsminjasafnið verður skoðað, en hann fer síðan inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar. Til stendur að viðkomandi sendiherrar og ræðismenn fái tækifæri til að hitta þá samlanda sína sem eru starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka. Með í förinni verða meðal annarra sendiherrar Norðurlandanna hér á landi, sem og sendiherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×