Erlent

Hóta að drepa forsætisráðherrann

Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hótar að drepa nýjan forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi. Hótunin kom fram á hljóðupptöku sem íslömsk vefsíða birti í morgun. Þar segist Zarqawi hafa fundið rétta eitrið og beitt sverð til að drepa Allawi. Bílsprengja sprakk skammt frá stóru sjúkrahúsi í Bagdad í morgun og týndu tveir óbreyttir borgarar lífi í sprengingunni. Talið er að um bílsprengju hafi verið að ræða en furðu vekur að í bílnum voru karl, kona og barn. Sífelldar sprengjuárásir og mannrán hafa sett mark sitt á Írak undanfarnar vikur og fer ástandið síst batnandi, nú þegar aðeins vika er til valdaskipta í landinu og heimamenn fá völdin í eigin hendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×