Erlent

Opinber skjöl um meðferð fanga

Hvíta húsið hefur birt fjölda opinberra skjala um meðferð fanga í von um að slá á gagnrýni vegna illrar meðferðar þeirra og sanna að ekki hafi verið skipað fyrir um pyntingar og svívirðingar á æðstu stöðum. Lítið mun þó koma fram í skjölunum sem varpar ljósi á stefnu stjórnvalda og framferði fangavarða í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og víðar. Talsmenn Hvíta hússins reyna nú einnig að sverja af sér skýrslu dómsmálaráðuneytisins frá því árið 2002 þar sem segir meðal annars að pyntingar geti verið réttlætanlegar. Í febrúar sama ár skrifaði Bush forseti einnig undir plagg þar sem hann kvaðst hafa vald, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, til þess að neita óvini um þá vernd sem Genfarsamningarnir segja til um þar sem verið sé að berjast við hryðjuverkamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×