Erlent

Einn lést og tugir slösuðust

Öflug sprengja varð einum að bana og særði minnst 30 aðra í miðborg Tel Aviv í Ísrael í gærmorgun. Lýstu herskáir Palestínumenn sprengingunni á hendur sér skömmu síðar en þetta mun vera fyrsta sprengjuárás þeirra síðan í mars. Þá létust tíu manns en sprengingin í gær varð aðeins einum hermanni að bana. Þeir almennu borgarar sem særðust eru ekki taldir í lífshættu. Gerði ísraelski herinn ítarlega leit að fleiri sprengjum en ekkert fannst. Lokuðu þeir af stóru svæði sem olli talsverðum truflunum í miðbæ Tel Aviv. Herskár armur hreyfingar Arafats lýsti ábyrgð á hendur sér og sagði að um væri að ræða hefndaraðgerð vegna banatilræða Ísraelsmanna við háttsetta Palestínumenn undanfarna daga og vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×