Erlent

Yfirtóku sprengiverksmiðju

Bandarískir hermenn hafa yfirtekið sprengjuverksmiðju í Bagdad að sögn BBC. Lagt var hald á tæki til sprengjugerðar, vopn og skotfæri í áhlaupinu á verksmiðjuna og nokkra aðra staði. Á staðnum fannst mikið magn vegasprengja sem eru einn helsti skaðvaldur bandarískra hermanna í Írak. 51 maður hefur verið tekinn til yfirheyrslu í kjölfar atburðarins. Samkvæmt orðsendingu frá bandaríska hernum er um að ræða mikið áfall fyrir uppreisnarmennina. Í orðsendingunni segir einnig að þeir telji sig hafa haft hendur í hári flestra þeirra sem viðriðnir voru sprengjuverksmiðjuna, allt frá þeim sem fjármögnuðu hana til þeirra sem frömdu árásirnar. Búist er við að íraska ríkisstjórnin tilkynni nýja löggjöf á laugardag sem stemma á stigu við hryðjuverkastarfsemi innan landsins. Embættismenn segja að löggjöfin muni fela í sér möguleikann á að lýsa yfir tímabundnu neyðarástandi á ákveðnum svæðum innan landsins gerist þess þörf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×