Erlent

Átök í Afganistan

Bandarískir hermenn drápu 12 uppreisnarmenn í Afganistan í vikunni. Samkvæmt talsmönnum Bandaríkjahers er um að ræða upreisnarmenn sem leiddir eru af Talibönum. Þessar aðgerðir Bandaríkjahers eru liður í miklu átaki gegn uppreisnarmönnum sem byrjaði í lok maí. Tala látinna í röðum uppreisnarmanna er komin í upp í 120 frá byrjun átaksins. Talsmenn Bandaríkjahers segja þennan árangur gegn uppreisnarmönnunum bera þess merki að sigur sé að nást í baráttunni gegn Talibönum og al-Qaida sem hótað hafa hryðjuverkum til að koma í veg fyrir að lýðræðislegar kosningar geti farið fram í landinu í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×