Erlent

„Líkami fyrir lífið?“

Þeir sem séð hafa myndir frá réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hafa eflaust komið auga á ákveðnar útlitsbreytingar á forsetanum fyrrverandi. Saddam hefur nefnilega lést um 6 kílógrömm á síðastliðnum mánuðum og ástæðan er ekki bara álagið sem fylgir því að vera kallaður fyrir rétt. Á milli þess sem yfirheyrslur yfir honum hafa farið fram hefur Saddam stundað líkamsrækt af kappi í fangelsinu sem hann hefur dvalist í. Hann hefur æft tvisvar sinnum á dag samkvæmt vel samsettri æfingaáætlun og því ekki skrýtið að kílóin fjúki af honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×