Erlent

Þrettán ár fyrir stríðsglæpi

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur dæmt Serbann Milan Babic í þrettán ára fangelsi fyrir þjóðernishreinsanir í Krajina-héraði í Króatíu. Babic var náinn samstarfsmaður Slobodan Milosevic og rak grimmilega herferð gegn Króötum og múslimum í Krajina og voru hundruðir manna drepnir og og um 80 þúsund gerðir brottrækir. Rétturinn mat það við Babic að hann gaf sig sjálfviljugur fram og lýstir yfir iðrun, en dæmdi hann engu að síður í lengri fangelsisvist en saksóknari fór fram á og lýsti aðgerðum hans sem "villimannslegum". Babic rak tannlæknastofu áður en stríðið í Júgóslavíu braust út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×