Erlent

Víða barist í Tsjetsjeníu

Árásir og sprenging í námu kostuðu sex rússneska hermenn lífið og særðu tólf í Tsjetsjeníu í gær. Rannsókn sprengingar fyrir utan kaffihús í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á sunnudag stendur enn yfir en hún kostaði einn lífið og særði fimm. Víða var barist í Tsjetsjeníu í gær. Skotið var að embættismönnum, auk þess sem tvær mismunandi námasprengingar kostuðu þrjá hermenn lífið. Þá kom til átaka milli uppreisnarmanna og lögregluþjóna. Tsjetsjeníubúar munu kjósa sér forseta í ágúst í stað Akhmad Kadyrov sem ráðinn var af dögum. Sautján hafa þegar boðið sig fram til embættisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×