Innlent

Ekki sjálfgefið að svara játandi

Hansína Ásta Björgvinsdóttir verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópavogs mun staðfesta þetta formlega á fundi sínum milli jóla og nýjárs. Hansína Ásta tekur við embættinu um áramót. Hún er 58 ára, kennari að mennt, og hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins síðan 1998. Hún gegnir embættinu fram í júní en þá tekur Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna, við. Hún segist hafa þurft dálítinn tíma til að átta sig á því hvort hún teldi sig færa til þess að gegna æðsta embætti Kópavogs. Þegar svona beri að höndum, þá breytist fjölskylduhagir og ekki sé sjálfgefið að allir valdi starfi sem þessu. Hún segist fyrst og fremst hafa þurft að sannfæra sjálfan sig, enda sé hún alls ekki fjölmiðlavön og hafi meðal annars efast um getu sína til þess að vera talsmaður Kópavogs í fjölmiðlum. Hansína segir þó að það hljóti að venjast. Hún segist ekki búast við því að gera neinar breytingar á stjórn bæjarins, en vissulega setji hún mark sitt á starf bæjarstjóra sem slíkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×