Innlent

Bensínverð hærra á landsbyggðinni

Bensínverð er mun hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem samkeppnin kemur neytendum til góða. Þetta kemur fram í könnun Neytendasamtakanna þar sem verð á 95 oktana bensíni var kannað í 22 sveitarfélögum. Selfoss er eini staðurinn á landsbyggðinni þar sem hægt er að fá bensínlíterinn á minna en hundrað krónur. Algengt er að lægsta verð á landsbyggðinni sé tæpar 109 krónur en bensínverð virðist tilviljanakennt. Jafnvel þótt fleiri en einn aðili séu með starfsemi á sama stað er það ekki endilega trygging fyrir lægra verði. Fjarlægðin frá Reykjavík virðist heldur ekki skipta höfuðmáli, né nálægð við þéttbýli. Bensínverð er þó yfirleitt lægra þar sem einhver samkeppni ríkir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×