Erlent

Zapatero endurkjörinn

Spænski forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero þakkaði flokksmönnum sínum fyrir að endurkjósa hann sem leiðtoga Sósíalistaflokksins til næstu fjögurra ára á ársþingi flokksins. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á frið, umburðarlyndi, jafnrétti kynjanna og umhverfismál. "Það er engin sjálfbær þróun ef við virðum ekki umhverfið okkar," sagði hann í stuttri lokaræðu þingsins. Þingið kaus jafnframt 15 menn og 15 konur í framkvæmdastjórn flokksins nú um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×