Erlent

Tyrkir kalla eftirlitsmenn heim

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að kalla heim síðustu eftirlitsmennina frá norðurhluta Íraks. Tyrkneskir eftirlitsmenn hafa verið í landinu allt frá árinu 1997 og hafa þeir haft yfirsýn yfir vopnahlé stríðandi fylkinga Kúrda á svæðinu. Nokkur þúsund tyrkneskir hermenn eru einnig í norðurhluta Íraks og helst fjöldi þeirra óbreyttur. Hermennirnir eru á eftir kúrdískum uppreisnarmönnum af tyrkneskum uppruna sem þeir hafa elt um fjalllendið árum saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×