Erlent

Hermaðurinn ekki hálshöggvinn

Íröksku mannræningjarnir, sem í morgun voru sagðir hafa hálshöggvið bandarískan hermann, báru til baka fréttir af aftökunni fyrr í dag. Íslömsk vefsíða sagði í gærkvöld að hermaðurinn, Wassef Ali Hassoun sem er af líbönskum uppruna, hefði verið myrtur þar sem ekki hafi verið komið til móts við kröfur mannræningjanna um að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra slepptu föngum sem þeir hafa í haldi í Írak. Hassoun hvarf frá sveit sinni í síðastliðnum mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×