Sport

Keflavíkurstúlkur byrja af krafti

Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu hefur byrjað frábærlega í fyrstu leikjum sínum undir eigin merkjum í 13 ár en liðið hefur ekki spilað undir nafni Keflavíkurliðsins í kvennafótboltanum síðan sumarið 1991. Undanfarin fimm ár hefur liðið leikið undir merkjum RKV ásamt Reyni Sandgerði og Víði úr Garði en í sumar eru Keflavíkurkonur til alls líkegar og gætu komist upp í efstu deild eftir 16 ára bið en þær léku þar síðast sumarið 1988. Keflavík hætti við þátttöku árið eftir en nú er endurreisnin kominn á fullt á nýjan leik. Keflavík vann fyrsta leikinn á Íslandsmótinu gegn Haukum, 10-0, á Keflavíkurvelli á föstudag og annan leikinn gegn liði UMF Bessastaða, 12-0, í fyrrakvöldi. Ólöf Helga Pálsdóttir, betur þekkt sem landsliðskona í körfubolta, skoraði fimm mörk í fyrri leiknum og sex samtals og Bergey Erna Sigurðardóttir skoraði fernu síðari leiknum og einnig sex mörk samtals í báðum leikjunum.Þær Hrefna Magnea Guðmundsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir skoruðu síðan báðarþrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Spilandi þjálfari Keflavíkur er Ásdís Þorgilsdóttir,fyrrverandi landsliðskona og leikmaður með KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×