Viðskipti

Seiðandi ilmolíulampar

Gallery förðun í Keflavík hefur tekið í sölu sniðuga og seiðandi ilmolíulampa. Þú setur vatn og góða ilmolíu í hann þá virkar hann eins og besta ilmkerti og rakatæki. Munurinn á loftinu er mikill. Auk þess breytir hann neikvæðum jónum í jákvæðar sem er frábært fyrir alla, sérstaklega fólk með ofnæmi og astma.

Kynningar

Mikil uppsveifla á fasteignarmarkaðinum

Mikil uppsveifla varð á fasteignamarkaðinum í síðustu viku. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í vikunni var 118. Til samanburðar hefur 84 samningum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrá mánuði.

Viðskipti innlent

FIH bankinn í Danmörku er aftur til sölu

Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA eru nú að undirbúa söluna á FIH bankanum. Sjóðirnir keyptu FIH af Seðlabankanum um haustið 2010 og telja nú að þeir hafi keypt köttinn í sekknum að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum í morgun.

Viðskipti erlent

Katrín tekur við af Sibert

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur skipað dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 2009.

Viðskipti innlent

Arctic Trucks með stóran samning í Arabalöndum

Arctic Trucks Emirates í Dubai, dótturfélag Arctic Trucks International hefur skrifað undir samning við Al-Futtaim Motors, umboðsaðila Toyota í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, um breytingar á allt að 400 Toyota Hilux og Toyota FJ Cruiser á næstu tólf mánuðum.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin hagstæð um 12,5 milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar síðastliðinn var útflutningur 54,1 milljarður króna og innflutningur 41,6 milljarðar króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 12,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Viðskipti innlent

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft.

Viðskipti innlent

Íslendingar eiga að horfa til evrunnar

Íslendingar verða að móta nýja stefnu í gjaldeyrismálum með það að markmiði að taka upp nýja mynt. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að krónan hafi lamandi áhrif á atvinnustarfsemi hér á landi.

Viðskipti innlent

Vinsældir App Store með ólíkindum

Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.

Viðskipti erlent

ICEconsult í samstarfi með Statsbygg

Íslenska fyrirtækið ICEconsult ehf. og norska ríkisfyrirtækið Statsbygg hafa skrifað undir samning að andvirðir 17 milljóna norskra króna. Statsbygg hefur því tryggt sér rétt á notkun MainManager hugbúnaðarins sem ICEconsult hefur þróað frá árinu 1995.

Viðskipti erlent