Viðskipti innlent

Gjaldeyrisveltan 14 milljarðar í febrúar

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í febrúar síðastliðnum nam rétt tæpum 14 milljörðum króna.

Þetta er 39,7% meiri velta en í fyrra mánuði að því er segir í hagtölum Seðlabankans. Þar af námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 982 milljónum kr. eða 7% af heildarveltu mánaðarins.

Meðalgengi evrunnar gagnvart krónunni var 2,2% hærra í febrúar en í fyrra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×