Viðskipti innlent

Rannsóknir á bankahruninu aðeins brot af starfsemi FME

Unnur Gunnarsdóttir nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) ritar bréf á vefsíðu eftirlitsins þar sem segir m.a. að rannsóknir á efnahagshruninu séu aðeins lítið brot af starfseminni þess.

Unnur segir að atburðarásin í Fjármálaeftirlitinu að undanförnu gefi sér tilefni til hugleiðingar. Ekki síst ýmsar fullyrðingar á opinberum vettvangi um gang mála og afleiðingar þeirra sem séu misvísandi eða í versta falli hrein fjarstæða.

Rannsóknir á efnahagshruninu eru tímabundinn þáttur í starfsemi eftirlitsins og vara til loka þessa árs. Því skuli einnig haldið til haga að rannsóknarvinnan er aðeins hluti starfseminnar en 15 manns vinna nú að rannsóknarvinnunni af alls 115 starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins.

Starfsemi Fjármálaeftirlitsins hverfist með öðrum orðum ekki um rannsóknir á ætluðum refsiverðum brotum í aðdraganda bankahrunsins, raunar alls ekki. Hinn eiginlegi starfsvettvangur er og verður sá að styðja við og styrkja heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti í fjármálaþjónustu á Íslandi með því að fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×