Viðskipti

Segja SAS aðeins nokkrum vikum frá gjaldþroti

Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að í raun sé SAS flugfélagið aðeins nokkrum vikum frá því að verða gjaldþrota. Áður hefur komið fram í fréttum að ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs séu farnar að undirbúa sig undir gjaldþrot SAS.

Viðskipti erlent

Íslenskt grænmeti fyrir litla kroppa

Kátir kroppar er nýr íslenskur barnamatur sem kom á markaðinn í sumar ætlaður fyrir börn sex mánaða og eldri. Barnamaturinn er úr íslensku grænmeti og framleiddur af dótturfélagi Sölufélags garðyrkjumanna á Íslandi, Í einum grænum.

Kynningar

Þórarinn: „Milljón dollara spurningin“

Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir.

Viðskipti innlent

Viðræður hafnar um að lengja í skuldabréfi Landsbankans

Viðræður um að lengja í lánum nýja landsbankans gagnvart þrotabúi gamla Landsbankans eru hafnar og vonast Már Guðmundsson seðlabankastjóri til þess að áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf verði eytt. Hann segir að útgreiðslur til kröfuhafa gömlu bankanna muni ekki fara fram nema að fjármálastöðugleiki sé að fullu tryggður.

Viðskipti innlent

Nokia í verulegum vanda

Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%.

Viðskipti erlent

Óráð að hækka stýrivexti

Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans, í morgun. Hann segir að þessi hækkun muni ekki verða til þess að lækka verðbólgu heldur fremur til að hækka hana. Á facebooksíðu sinni bendir hann á að Útlendingar eigi hér mikla fjármuni sem séu bundnir í krónum, þeir fái hærri vexti í kjölfarið sem þeir megi flygja út. Þannig muni eftirspurn eftir gjaldeyri aukast og krónan lækka. Innfluttar vörur muni hækka í verði og verðbólga þannig aukast.

Viðskipti innlent

Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað í ár

Skuldir fyrirtækja námu um 169% af vergri landsframleiðslu í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs og höfðu lækkað talsvert frá upphafi ársins þegar þær námu um 201% af landsframleiðslu. Á sama tíma höfðu skuldir heimila lækkað um sem nemur 6 prósentum af landsframleiðslu og námu um 108% af landsframleiðslu í lok september á þessu ári.

Viðskipti innlent

Hagstofan mælir 4,5% atvinnuleysi í október

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í október s.l. að jafnaði 178.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.400 starfandi og 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,5%, hlutfall starfandi 75,9% og atvinnuleysi var 4,5%.

Viðskipti innlent

Jóhanna Waagfjörð til liðs við Skeljung

Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Skeljungs. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi fyrirtæksins, sem forstjórinn segir í bréfi til starfsmanna, að sé ætlað að einfalda boðleiðir og ákvarðanatöku.

Viðskipti innlent

Vilja framselja lóðir til verktaka og gera upp skuldir

Ríflega 600 milljóna króna skuld Sunnuhlíðar við Landsbankann er úr sögunni ef að bæjarstjórn Kópavogs samþykkir framsal á lóðum til verktakafyrirtækisins Jáverks, en málið er á dagskrá fundar bæjarstjórnarinnar í dag. Bæjarlögmaður Kópavogs segir aðeins mögulegt að leyfa framsalið ef byggð verður upp sambærileg starfsemi og Sunnuhlíð.

Viðskipti innlent

Lítill áhugi á lánum frá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður hafði lánað 10,6 milljarða króna það sem af er ári, miðað við stöðuna eins og hún var í lok október. Sjóðurinn hafði aftur á móti lánað 19,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 1.097 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.908 lán á sama tímabili í fyrra. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að viðskiptabankarnir eru farnir að veita óverðtryggð lán, en ekki Íbúðalánasjóður.

Viðskipti innlent

Vilja leggja bílanefndina niður

Ríkisendurskoðun telur að bílanefnd ríkisins, sem hefur eftirlit með bifreiða- og akstursmálum stofnana, sé óþörf og það beri að leggja hana niður. Kaup stofnana á bifreiðum eigi að vera samkvæmt rammasamningum, líkt og önnur innkaup þeirra á vöru og þjónustu.

Viðskipti innlent

Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig,“ og vitnar þar til fólks á Íslandi á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kenna fólki um eigin vandamál. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina“ ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum.

Viðskipti innlent

SAS fækkar starfsmönnum um 40%

Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum.

Viðskipti erlent