Vilja framselja lóðir til verktaka og gera upp skuldir Magnús Halldórsson skrifar 13. nóvember 2012 18:30 Ríflega 600 milljóna króna skuld Sunnuhlíðar við Landsbankann er úr sögunni ef að bæjarstjórn Kópavogs samþykkir framsal á lóðum til verktakafyrirtækisins Jáverks, en málið er á dagskrá fundar bæjarstjórnarinnar í dag. Bæjarlögmaður Kópavogs segir aðeins mögulegt að leyfa framsalið ef byggð verður upp sambærileg starfsemi og Sunnuhlíð. Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð er hjúkrunarheimili fyrir aldraða í vestubæ Kópavogs og eru þar vel á annað hundrað íbúar í 108 íbúðum. Fjárhagur heimilisins hefur um nokkurt skeið verið í nokkru uppnámi, vegna skulda heimilisins við Landsbankann sem tengdist áformum um uppbyggingu á lóðum á Kópavogstúni. Við efnahagshrunið komst uppbyggingarverkefnið í uppnám og hafa skuldbindingar heimilisins gagnvart Landsbankanum síðan verið í uppnámi. Í ársreikningi Sunnuhlíðar fyrir árið 2011 kemur fram að lán frá Landsbankanum sé í vanskilum og eigi að vera uppgreitt samkvæmt ákvæðum í lánasamningi, en á þessu ári hefur verið unnið að samkomulagi um uppgjör á skuldinni. Það samkomulag hefur náðst, en í því felst að Sunnuhlíð hættir við uppbyggingaráformin á Kópavogstúni og framselur lóðaleigurétt á Kópavogstúni til verktakafyrirtækisins Jáverks, en skuld Sunnuhlíðar upp á ríflega 600 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi 2011, er uppgerð við þetta. Samkvæmt minnisblaði sem Pálmi Másson bæjarlögmaður og Ingólfur Arnarsson fjármálastjóri Kópavogs unnu fyrir bæjarstjórn um málið, kemur fram að Kópavogsbær þurfi að taka afstöðu til málsins, en til að raska ekki ákvörðunum um álögð gjöld, þá þurfi að byggjast upp sérhæfð notkun á lóðunum, sambærileg þeirri sem Sunnuhlíð ætlaði út í. Jóhann Árnason, framkvæmdstjóri Sunnuhlíðar, segist ánægður með að samkomulag um endurskipulagningu á fjárhagnum sé í augsýn. „Það er búið að ná samkomulagi við Landsbankann, og í því felst að fá heimild til þess að framselja lóðaleigurétt til verktaka, og það verður tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Ég á von á því að það mál sé í góðum farvegi," sagði Jóhann. Jóhann segir að íbúar þurfi ekki að óttast um að tapa fé sem þeir hafi lagt í íbúarétt í íbúðum Sunnuhlíðar. „Þeir ættu að ekki þurfa að óttast um neitt. Ef að illa færi, þá stæðu í það minnsta íbúðirnar undir endurgreiðslu, þar sem þær eru ekkert veðsettar," sagði Jóhann. Fundur bæjarstjórnar í Kópavogi stóð enn yfir, og mál Sunnuhlíðar er varðar framsal á lóðum, var því óafgreitt þegar fréttatíminn hófst klukkan 18:30. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Ríflega 600 milljóna króna skuld Sunnuhlíðar við Landsbankann er úr sögunni ef að bæjarstjórn Kópavogs samþykkir framsal á lóðum til verktakafyrirtækisins Jáverks, en málið er á dagskrá fundar bæjarstjórnarinnar í dag. Bæjarlögmaður Kópavogs segir aðeins mögulegt að leyfa framsalið ef byggð verður upp sambærileg starfsemi og Sunnuhlíð. Sjálfseignarstofnunin Sunnuhlíð er hjúkrunarheimili fyrir aldraða í vestubæ Kópavogs og eru þar vel á annað hundrað íbúar í 108 íbúðum. Fjárhagur heimilisins hefur um nokkurt skeið verið í nokkru uppnámi, vegna skulda heimilisins við Landsbankann sem tengdist áformum um uppbyggingu á lóðum á Kópavogstúni. Við efnahagshrunið komst uppbyggingarverkefnið í uppnám og hafa skuldbindingar heimilisins gagnvart Landsbankanum síðan verið í uppnámi. Í ársreikningi Sunnuhlíðar fyrir árið 2011 kemur fram að lán frá Landsbankanum sé í vanskilum og eigi að vera uppgreitt samkvæmt ákvæðum í lánasamningi, en á þessu ári hefur verið unnið að samkomulagi um uppgjör á skuldinni. Það samkomulag hefur náðst, en í því felst að Sunnuhlíð hættir við uppbyggingaráformin á Kópavogstúni og framselur lóðaleigurétt á Kópavogstúni til verktakafyrirtækisins Jáverks, en skuld Sunnuhlíðar upp á ríflega 600 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi 2011, er uppgerð við þetta. Samkvæmt minnisblaði sem Pálmi Másson bæjarlögmaður og Ingólfur Arnarsson fjármálastjóri Kópavogs unnu fyrir bæjarstjórn um málið, kemur fram að Kópavogsbær þurfi að taka afstöðu til málsins, en til að raska ekki ákvörðunum um álögð gjöld, þá þurfi að byggjast upp sérhæfð notkun á lóðunum, sambærileg þeirri sem Sunnuhlíð ætlaði út í. Jóhann Árnason, framkvæmdstjóri Sunnuhlíðar, segist ánægður með að samkomulag um endurskipulagningu á fjárhagnum sé í augsýn. „Það er búið að ná samkomulagi við Landsbankann, og í því felst að fá heimild til þess að framselja lóðaleigurétt til verktaka, og það verður tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Ég á von á því að það mál sé í góðum farvegi," sagði Jóhann. Jóhann segir að íbúar þurfi ekki að óttast um að tapa fé sem þeir hafi lagt í íbúarétt í íbúðum Sunnuhlíðar. „Þeir ættu að ekki þurfa að óttast um neitt. Ef að illa færi, þá stæðu í það minnsta íbúðirnar undir endurgreiðslu, þar sem þær eru ekkert veðsettar," sagði Jóhann. Fundur bæjarstjórnar í Kópavogi stóð enn yfir, og mál Sunnuhlíðar er varðar framsal á lóðum, var því óafgreitt þegar fréttatíminn hófst klukkan 18:30.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun