Viðskipti innlent

Jóhanna Waagfjörð til liðs við Skeljung

Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin til Skeljungs.
Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin til Skeljungs.
Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Skeljungs. Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi fyrirtæksins, sem forstjórinn segir í bréfi til starfsmanna, að sé ætlað að einfalda boðleiðir og ákvarðanatöku.

Fækkað er í framkvæmdarstjórn úr 7 í 5 og í stjórnendahóp félagsins og Jóhanna bætist í stjórnendahópinn. Jóhanna hefur meðal annars áður gegnt starfi forstjóra Pennans og verið framkvæmdarstjóri hjá Högum. Jóhanna hefur störf hjá Skeljungi í næstu viku og ég vil nota tækifærið og bjóða hana velkomna til starfa.

„Engum stjórnendum verður sagt upp við þessar breytingar heldur er markmiðið með þeim, sem fyrr segir, að efla Skeljung. Ég vænti þess og vona að allir starfsmenn félagsins taki breytingunum vel og sinni starfi sínu áfram að sömu trúmennsku og fyrr. Sjálfur er ég sannfærður um að þetta sé heillaspor fyrir Skeljung og enn eitt skrefið fram á við fyrir okkur," segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, í skilaboðum til starfsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×