Viðskipti innlent

Lítill áhugi á lánum frá Íbúðalánasjóði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Erlingsson er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Sigurður Erlingsson er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Íbúðalánasjóður hafði lánað 10,6 milljarða króna það sem af er ári, miðað við stöðuna eins og hún var í lok október. Sjóðurinn hafði aftur á móti lánað 19,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 1.097 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 1.908 lán á sama tímabili í fyrra. Ástæðan fyrir þessari lækkun er einkum sú að viðskiptabankarnir eru farnir að veita óverðtryggð lán, en ekki Íbúðalánasjóður.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 1,4 milljörðum króna í október en þar af voru tæpir 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Þetta er svipuð upphæð og í október í fyrra. Meðalútlán almennra lána voru 10,2 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×