Viðskipti innlent

Óráð að hækka stýrivexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Blöndal var harðorður á facebook um stýrivextina.
Pétur Blöndal var harðorður á facebook um stýrivextina.
Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans, í morgun. Stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta og eru komnir upp í 6%. Pétur segir að þessi hækkun muni ekki verða til þess að lækka verðbólgu heldur fremur til að hækka hana. Á facebooksíðu sinni bendir hann á að Útlendingar eigi hér mikla fjármuni sem séu bundnir í krónum, þeir fái hærri vexti í kjölfarið sem þeir megi flygja út. Þannig muni eftirspurn eftir gjaldeyri aukast og krónan lækka. Innfluttar vörur muni hækka í verði og verðbólga þannig aukast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×