Viðskipti innlent

Sighvatur: Búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks“

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segist vera búinn að fá "meira en nóg af stöðugu sífri fólks, sem sér fátt annað en sjálft sig," og vitnar þar til fólks á Íslandi sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 30 til 45 ára, sem hann kallar sjálfhverfu kynslóðina. Í tveimur greinum í Fréttablaðinu, annarri sem birtist á laugardaginn og síðan þeirri síðari sem birtist í dag, segir hann "sjálfhverfu kynslóðina" gera kröfu um að fá allt fyrir ekkert, og kalli verðbólguskot forsendurbrest. Þá segir hann "sjálfhverfu kynslóðina" ekki hafa hlustað á ítrekuð viðvörunarorð um lán í erlendri mynt á meðan tekjurnar eru í krónum.

"Ég er enginn skjaldsveinn Davíðs Oddssonar. Samt man ég vel eftir ítrekuðum viðvörunum hans til fólks og fyrirtækja um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en þeim, sem það hefði tekjur í. Tók einhver mark á þeim ráðleggingum meðan fólk hélt að það hagnaðist á því að taka slík lán? Var það fyrr en fólk fór að tapa á því að fylgja ekki ráðleggingunum sem upphófst umræða um að slík lán væru ólögleg? Laug ég því?" segir Sighvatur í grein sinni.

Mikil umræða skapaðist um fyrri grein Sighvats, sem birtist á laugardaginn, þar sem meginþorri þeirra sem tjáði sig um greinina á Vísi, gagnrýndi hann harðlega fyrir skrifin. Þá ekki síst fyrir stóryrtar fullyrðingar um Íslendinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 30 til 45 ára.

Greinar Sighvats sem birtust í Fréttablaðinu á laugardaginn og í dag, má lesa hér.


Tengdar fréttir

Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?

Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig.

Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra

Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993.

Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið

Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×