Seðlabankinn dregur úr hagvaxtarspá sinni 14. nóvember 2012 09:55 Seðlabankinn hefur dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið í ár og gerir nú ráð fyrir að hagvöxturinn verði 2,5%. Í fyrri spá bankans var gert ráð fyrir rúmlega 3% hagvexti á árinu. Fjallað er um málið í Peningamálum bankans sem komu út í morgun samhliða ákvörðuninni um stýrivexti. Í Peningamálum segir að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað og óvissa aukist frá útgáfu Peningamala í ágúst. Horfur um viðskiptakjör í ár og útflutningsvöxt á spátímanum í heild hafa því versnað. Gengi krónunnar hefur einnig lækkað nokkuð frá því í ágúst eftir að hafa hækkað síðan í apríl sl. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en áður var talið og að efnahagsbatinn á fyrri hluta þessa árs hafi verið veikari en reiknað var með í ágúst. „Í endurskoðaðri spá bankans er því gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði um 2,5% sem er um ½ prósentu minni hagvöxtur en spáð var í ágúst. Meginskýringin liggur í meiri samdrætti samneyslu en áður hafði verið spáð. Hins vegar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á næsta ári en spáð var í ágúst eða um 2,9% og að hagvöxtur á spátímanum verði að meðaltali rétt yfir 3%, sem er í takt við langtímameðalhagvöxt," segir í Peningamálunum. „Samkvæmt spánni mun landsframleiðslan ná hágildi sínu frá því fyrir fjármálakreppuna á seinni hluta ársins 2014 og verða svipuð í lok spátímans árið 2015 og gert var ráð fyrir í ágúst. Nýjustu vísbendingar gefa til kynna hægari bata á vinnumarkaði en áður var gengið út frá, þótt atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Störfum hefur þó fjölgað og verið meginástæða minnkandi atvinnuleysis. Áfram er gert ráð fyrir hægfara bata á vinnumarkaði með fjölgun heildarvinnustunda og minnkandi atvinnuleysi. Verðbólga hefur reynst minni en spáð var í ágúst en horfur á spátímanum eru hins vegar taldar svipaðar og þá. Þar vegast annars vegar á áhrif minni verðbólgu við upphaf spátímans og meiri slaki í þjóðarbúinu og hins vegar áhrif lægra gengis krónunnar og meiri hækkana óbeinna skatta í byrjun næsta árs en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni næst verðbólgumarkmiðið þó heldur fyrr en í ágústspánni. Mikil óvissa er um gengis- og verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi viðsjárverðra alþjóðahorfa." Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Seðlabankinn hefur dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið í ár og gerir nú ráð fyrir að hagvöxturinn verði 2,5%. Í fyrri spá bankans var gert ráð fyrir rúmlega 3% hagvexti á árinu. Fjallað er um málið í Peningamálum bankans sem komu út í morgun samhliða ákvörðuninni um stýrivexti. Í Peningamálum segir að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað og óvissa aukist frá útgáfu Peningamala í ágúst. Horfur um viðskiptakjör í ár og útflutningsvöxt á spátímanum í heild hafa því versnað. Gengi krónunnar hefur einnig lækkað nokkuð frá því í ágúst eftir að hafa hækkað síðan í apríl sl. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en áður var talið og að efnahagsbatinn á fyrri hluta þessa árs hafi verið veikari en reiknað var með í ágúst. „Í endurskoðaðri spá bankans er því gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði um 2,5% sem er um ½ prósentu minni hagvöxtur en spáð var í ágúst. Meginskýringin liggur í meiri samdrætti samneyslu en áður hafði verið spáð. Hins vegar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á næsta ári en spáð var í ágúst eða um 2,9% og að hagvöxtur á spátímanum verði að meðaltali rétt yfir 3%, sem er í takt við langtímameðalhagvöxt," segir í Peningamálunum. „Samkvæmt spánni mun landsframleiðslan ná hágildi sínu frá því fyrir fjármálakreppuna á seinni hluta ársins 2014 og verða svipuð í lok spátímans árið 2015 og gert var ráð fyrir í ágúst. Nýjustu vísbendingar gefa til kynna hægari bata á vinnumarkaði en áður var gengið út frá, þótt atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Störfum hefur þó fjölgað og verið meginástæða minnkandi atvinnuleysis. Áfram er gert ráð fyrir hægfara bata á vinnumarkaði með fjölgun heildarvinnustunda og minnkandi atvinnuleysi. Verðbólga hefur reynst minni en spáð var í ágúst en horfur á spátímanum eru hins vegar taldar svipaðar og þá. Þar vegast annars vegar á áhrif minni verðbólgu við upphaf spátímans og meiri slaki í þjóðarbúinu og hins vegar áhrif lægra gengis krónunnar og meiri hækkana óbeinna skatta í byrjun næsta árs en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni næst verðbólgumarkmiðið þó heldur fyrr en í ágústspánni. Mikil óvissa er um gengis- og verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi viðsjárverðra alþjóðahorfa."
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun