Seðlabankinn dregur úr hagvaxtarspá sinni 14. nóvember 2012 09:55 Seðlabankinn hefur dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið í ár og gerir nú ráð fyrir að hagvöxturinn verði 2,5%. Í fyrri spá bankans var gert ráð fyrir rúmlega 3% hagvexti á árinu. Fjallað er um málið í Peningamálum bankans sem komu út í morgun samhliða ákvörðuninni um stýrivexti. Í Peningamálum segir að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað og óvissa aukist frá útgáfu Peningamala í ágúst. Horfur um viðskiptakjör í ár og útflutningsvöxt á spátímanum í heild hafa því versnað. Gengi krónunnar hefur einnig lækkað nokkuð frá því í ágúst eftir að hafa hækkað síðan í apríl sl. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en áður var talið og að efnahagsbatinn á fyrri hluta þessa árs hafi verið veikari en reiknað var með í ágúst. „Í endurskoðaðri spá bankans er því gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði um 2,5% sem er um ½ prósentu minni hagvöxtur en spáð var í ágúst. Meginskýringin liggur í meiri samdrætti samneyslu en áður hafði verið spáð. Hins vegar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á næsta ári en spáð var í ágúst eða um 2,9% og að hagvöxtur á spátímanum verði að meðaltali rétt yfir 3%, sem er í takt við langtímameðalhagvöxt," segir í Peningamálunum. „Samkvæmt spánni mun landsframleiðslan ná hágildi sínu frá því fyrir fjármálakreppuna á seinni hluta ársins 2014 og verða svipuð í lok spátímans árið 2015 og gert var ráð fyrir í ágúst. Nýjustu vísbendingar gefa til kynna hægari bata á vinnumarkaði en áður var gengið út frá, þótt atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Störfum hefur þó fjölgað og verið meginástæða minnkandi atvinnuleysis. Áfram er gert ráð fyrir hægfara bata á vinnumarkaði með fjölgun heildarvinnustunda og minnkandi atvinnuleysi. Verðbólga hefur reynst minni en spáð var í ágúst en horfur á spátímanum eru hins vegar taldar svipaðar og þá. Þar vegast annars vegar á áhrif minni verðbólgu við upphaf spátímans og meiri slaki í þjóðarbúinu og hins vegar áhrif lægra gengis krónunnar og meiri hækkana óbeinna skatta í byrjun næsta árs en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni næst verðbólgumarkmiðið þó heldur fyrr en í ágústspánni. Mikil óvissa er um gengis- og verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi viðsjárverðra alþjóðahorfa." Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Seðlabankinn hefur dregið úr hagvaxtarspá sinni fyrir árið í ár og gerir nú ráð fyrir að hagvöxturinn verði 2,5%. Í fyrri spá bankans var gert ráð fyrir rúmlega 3% hagvexti á árinu. Fjallað er um málið í Peningamálum bankans sem komu út í morgun samhliða ákvörðuninni um stýrivexti. Í Peningamálum segir að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa heldur versnað og óvissa aukist frá útgáfu Peningamala í ágúst. Horfur um viðskiptakjör í ár og útflutningsvöxt á spátímanum í heild hafa því versnað. Gengi krónunnar hefur einnig lækkað nokkuð frá því í ágúst eftir að hafa hækkað síðan í apríl sl. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en áður var talið og að efnahagsbatinn á fyrri hluta þessa árs hafi verið veikari en reiknað var með í ágúst. „Í endurskoðaðri spá bankans er því gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði um 2,5% sem er um ½ prósentu minni hagvöxtur en spáð var í ágúst. Meginskýringin liggur í meiri samdrætti samneyslu en áður hafði verið spáð. Hins vegar er gert ráð fyrir meiri hagvexti á næsta ári en spáð var í ágúst eða um 2,9% og að hagvöxtur á spátímanum verði að meðaltali rétt yfir 3%, sem er í takt við langtímameðalhagvöxt," segir í Peningamálunum. „Samkvæmt spánni mun landsframleiðslan ná hágildi sínu frá því fyrir fjármálakreppuna á seinni hluta ársins 2014 og verða svipuð í lok spátímans árið 2015 og gert var ráð fyrir í ágúst. Nýjustu vísbendingar gefa til kynna hægari bata á vinnumarkaði en áður var gengið út frá, þótt atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Störfum hefur þó fjölgað og verið meginástæða minnkandi atvinnuleysis. Áfram er gert ráð fyrir hægfara bata á vinnumarkaði með fjölgun heildarvinnustunda og minnkandi atvinnuleysi. Verðbólga hefur reynst minni en spáð var í ágúst en horfur á spátímanum eru hins vegar taldar svipaðar og þá. Þar vegast annars vegar á áhrif minni verðbólgu við upphaf spátímans og meiri slaki í þjóðarbúinu og hins vegar áhrif lægra gengis krónunnar og meiri hækkana óbeinna skatta í byrjun næsta árs en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni næst verðbólgumarkmiðið þó heldur fyrr en í ágústspánni. Mikil óvissa er um gengis- og verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi viðsjárverðra alþjóðahorfa."
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira