Viðskipti innlent

Atvinnuleysi eykst - rúmlega 8000 án atvinnu

Skráð atvinnuleysi í október síðastliðnum var 5,2%, en að meðaltali voru 8.187 atvinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 305 að meðaltali frá september eða um 0,3 prósentustig.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Meðalatvinnuleysi tímabilið janúar til október á þessu ári var 5,8%, en 7,5% á sama tímabili 2011. Körlum á atvinnuleysisskrá fjölgaði um 199 að meðaltali og konum um 106. Atvinnulausum fjölgaði um 106 á höfuðborgarsvæðinu en um 199 á landsbyggðinni.

Alls voru 1.608 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október, þar af 931 Pólverjar eða um 58% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Flestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í gistingu - og veitingastarfsemi, 230.

Í októbermánuði bárust tvær hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar þar sem 105 var sagt upp störfum. Alls fengu 29 launamenn greitt úr Ábyrgðarsjóði launa í október.

Nánar má lesa um atvinnuleysistölurnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×