Viðskipti

Fljóta glaðvakandi að feigðarósi

Flokkarnir á Bandaríkjaþingi takast á um fjárlög ríkisins. Rekstur ríkisins hefur verið skertur síðustu vikuna en nú stefnir í óefni varðandi heimildir ríkissjóðs til að stofna til frekari skulda. Náist ekki samkomulag stefnir í greiðslufall ríkissjóðs með ófyrirséðum afleiðingum.

Viðskipti erlent

Raungengi krónu lækkaði um 1,5 prósent

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í september á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 75 milljónum evra, jafnvirði 12,1 milljarði króna, í mánuðinum.

Viðskipti innlent

Söðlar um með RVK Studios

Baltasar Kormákur hefur endurreist framleiðslufyrirtæki sitt undir nafninu RVK Studios og hyggst veita sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólki þjónustu í innlendum jafnt sem erlendum verkefnum.

Viðskipti innlent

Fríverslunarviðræður tefjast

Röskun á starfsemi bandaríska ríkisins þar sem ekki hefur ekki tekist að fá ný fjárlög samþykkt gerir það að verkum að fríverslunarviðræðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tefjast.

Viðskipti erlent

Fáar þjóðir vinna lengur

Ísland er í hópi þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á ævina. Engu að síður eru uppi hugmyndir um að seinka hér enn frekar töku ellilífeyris. Óumdeilt að breyta þarf lífeyrissjóðakerfinu. Nefnd er að störfum.

Viðskipti innlent

Aukning var mest fyrir vestan

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um fimm prósent milli ára og voru 259.800 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Tölurnar ná einungis til gististaða sem opnir eru allt árið.

Viðskipti innlent

Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum

Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu.

Viðskipti innlent

Afgangur nam 8,8 milljörðum

Vöruskipti við útlönd í septembermánuði voru hagstæð um 8,8 milljarða króna samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Afgangurinn er meiri en í fyrra mánuði.

Viðskipti innlent

Hækkun ellilífeyrisaldurs sögð blasa við

Fyrirséð er að lífeyrissjóðirnir eigi erfitt með að brúa það bil sem er á milli ávöxtunar eigna og skuldbindinga til framtíðar. Auknar lífslíkur draga úr bata sem orðið hefur á starfsemi þeirra frá og með árinu 2012. Vítahringur hafta blasir við.

Viðskipti innlent

Bland tekur þóknun vegna uppboðssölu

Bland.is tekur nú þóknun af söluandvirði þeirra vara sem seldar eru í gegnum svokallaða uppboðsleið á síðunni. Þóknunin nemur 2 til 6 prósent af söluandvirði þeirrar vöru sem í boði er. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðins.

Viðskipti innlent

Twitter í hlutafjárútboð

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Útboðið er talið það stærsta síðan Facebook fór á markað í fyrra.

Viðskipti erlent