Viðskipti innlent

Jón hafnar ábyrgð á milljarðaláni Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007. Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins.

Viðskipti innlent

Tekjuaukningin nemur tæpum 69%

Tekjur af vörugjöldum á ökutækjum jukust um 68,7% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, sem hefur verið birtur á vef fjármálaráðuneytisins. Ástæðan er rakin til aukins innflutnings á bílum.

Viðskipti innlent

Opinberir stjórnendur geta ekki krafist sömu launa og í einkageiranum

"Menn geta ekki gert ráð fyrir því, ef þeir ráða sig í stjórnunarstöðu hjá íslenska ríkinu, að hafa laun sem eru sambærileg við laun í einkageiranum og í útlöndum,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands vegna launamála. Hann telur að launin sem kjararáð hafi ákvarðað honum séu lægri en launin sem honum var heitið þegar gengið var frá skipun hans í starfið. Þá hefur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans sagt að bankaráð en ekki kjararáð eigi að ákveða laun bankastjóra Landsbankans.

Viðskipti innlent

Árið í fyrra langstærsta ferðamannaár sögunnar

Nýliðið ár er langstærsta ferðamannaár í sögu landsins en þetta var löngu orðið ljóst, eða þegar tölurnar fyrir október síðastliðinn lágu fyrir. Þannig fóru um 541 þúsund erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð á síðastliðnu ári samanborið við rúmlega 459 þúsund árið á undan.

Viðskipti innlent

Árstíðarsveiflan í ferðaþjónustunni nemur 8 milljörðum

Árstíðarsveiflan í ferðaþjónustunni er það sterk að hún skapar um 8 milljarða kr. sveiflu í ferðamannagjaldeyri. Um er að ræða þann tíma sem tekjurnar vegna erlendra ferðamanna hér á landi eru sem mestar í júlí og ágúst þar til útgjöld Íslendinga erlendis eru hvað mest í október og nóvember, en í þeim mánuðum eru útgjöld erlendra ferðamanna hér einnig nálægt lágmarki.

Viðskipti innlent

Tæplega 1200 hross til fimmtán landa

Tæplega tólfhundruð hross voru flutt úr landi á síðasta ári. Hrossin, sem alls voru 1136, voru flutt til fimmtán landa að því er fram kemur á síðunni hestafrettir.is. Þar segir að langflest hafi hrossin farið til Þýskalands, eða 444 og virðist útflutningur þangað hafa aukist töluvert eftir samdráttarskeið. Þá segir einnig að næstflest hrossin hafi farið til Svíþjóðar, eða 151. Að síðustu segir að heildarfjöldi útfluttra hrossa árið áður hafi verið 1158.

Viðskipti innlent

Bankaráðið vill fá að ákveða laun Steinþórs

Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið.

Viðskipti innlent

Endurálagning RSK getur veitt náðarhögg

Sum þeirra fyrirtækja sem þurfa að greiða endurálagningu skatta gætu farið á hausinn. Greiða þarf skattaskuldina áður en endanleg niðurstaða fæst um lögmæti endurálagningarinnar. Vilhjálmur Egilsson segir málið bagalegt.

Viðskipti innlent

Tugum tilkynnt um hleranir

Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður.

Viðskipti innlent

Slitastjórn krefur níu manns um milljarða

Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð.

Viðskipti innlent

Smálánafyrirtæki sátt við ný lánalög

Innleiðing Evróputilskipunar um neytendalán skyldar smálánafyrirtæki til að gera greiðslumat á viðskiptavinum. Rekstur fyrirtækjanna gengur vel og þau skila hagnaði. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stefnir að því að leggja fram til umsagnar drög að frumvarpi um neytendalán í næsta mánuði. Með því verður innleidd Evróputilskipun um neytendalán sem eykur og skýrir réttindi neytenda og lánveitendum verður meðal annars gert að framkvæma greiðslumat áður en samið er um lán.

Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir telja að fjárfestingarkostum fjölgi

Ríkisskuldabréf verða líklega áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum lífeyrissjóða á árinu 2012. Sjóðirnir telja þó líklegt að fjárfestingarmöguleikum fjölgi á árinu. Greiningaraðilar telja að krafa á ríkisbréf lækki vegna minni fjárþarfar ríkissjóðs en lítið breyttrar eftirspurnar.Árin frá hruni hafa verið gjöful á skuldabréfamarkaði. Til marks um það hefur ríkisskuldabréfavísitala ráðgjafar- og fjárfestingarfyrirtækisins Gamma rúmlega tvöfaldast frá upphafi árs 2008. Það jafngildir meðalraunávöxtun upp á 11,3 prósent á ári frá byrjun 2008.

Viðskipti innlent

Segja að ríkisstjórnin eigi eftir að uppfylla fjölmörg atriði

Samtök atvinnulífsins segja að 2/3 hluti þeirra atriða sem ríkisstjórnin hafi lofað að hrinda í framkvæmd við undirritun kjarasamninga hafi ekki náð fram að ganga. Alls hafi 24 mál af 36 ekki gengið eftir, 7 atriði hafi gengið eftir eins og talað var um og í fimm atriðum séu mál enn í gangi og gæti hugsanlega lokið farsællega. Þetta kemur fram í bréfi sem Samtök atvinnulífins rituðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í dag. Samtök atvinnulífsins segja afdrifaríkast að fjárfestingar í atvinnulífi og opinberar framkvæmdir hafi ekki aukist eins og lagt hafi verið upp með.

Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur ekki dýrari í átján mánuði

Gengi bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu hefur ekki verið hærra í átján mánuði, eða frá því í júlí í hitteðfyrra. Gengisvísitala krónunnar hefur veikst um rúm 3% frá því í lok október. Af helstu viðskiptamyntum hefur krónan veikst einna mest gagnvart Bandaríkjadollar á þessu tímabili, eða sem nemur rúmlega 9%. Dalurinn kostar nú um 124 krónur.

Viðskipti innlent

Yfir 6.000 tonnum af gulllax landað í Reykjavík

Í aflatölum Fiskistofu er að finna 82 fisktegundir sem hafa komið á land á Íslandi á s.l. ári. Margt af þessum nöfnum eru kynleg og fjarlæg nútíma íslendingnum og má þar nefna sem dæmi stórkjöftu, langlúru, spærling og gulllax en af síðastnefndu tegundinni var rúmlega 6.000 tonnum landað í Reykjavík 2011.

Viðskipti innlent

Bláa lónið tapaði 135 milljónum 2010

Bláa lónið hf. tapaði 856 þúsund evrum, um 135,2 milljónum króna, á árinu 2010. Alls námu rekstrartekjur félagsins 16,8 milljónum evra, tæpum 2,7 milljörðum króna. Þar af skilaði aðgangseyrir 6,3 milljónum evra, tæpum milljarði króna, í kassann. Þetta kemur fram í ársreikningi Bláa lónsins hf. sem skilað var inn til ársreikningaskráar um miðjan desember síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Tim Ward flytur málið fyrir Íslendinga

Utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær, að undangengnu samráði við utanríkismálanefnd, ákvörðun sína um að ráða Tim Ward til að vera aðalmálflytjandi í samningsbrotamálinu sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur höfðað fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave málsins.

Viðskipti innlent

LSR hefur afskrifað 40,7 milljarða króna frá bankahruni

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur fært 40,7 milljarða króna á afskriftarreikning frá bankahruni. Það svarar til 13,3% af meðaleignum sjóðsins á þeim árum sem afskriftir voru færðar í reikning sjóðsins. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum fjármálaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur.

Viðskipti innlent

Heildarútgjöld Tryggingastofnunar 67,2 milljarðar

Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna árið 2011 miðað við árið á undan eða um 23 prósent samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Alls námu heildarútgjöldin um 67,2 milljörðum, að því er kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.

Viðskipti innlent