Viðskipti innlent

Fjölskyldufyrirtæki með starfsemi um heim allan

Gallo er eitt af þekktustu og umsvifamestu vínfyrirtækjum heims. Fyrirtækið var stofnað eftir afnám vínbanns í Bandaríkjunum árið 1933 af bræðrunum Ernest og Julio Gallo. Sérstaða fyrirtækisins meðal vínframleiðenda felst ekki síst í að áherslan hefur alla tíð verið á að vöxt og viðgang með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi.

Viðskipti innlent

Þægindi á sporgöngu

Maður getur huggað sig við það að kuldinn þessa dagana teygir sig langt suður eftir Evrópu. Við erum merkileg mannskepnan og þegar kuldinn nístir þá er stutt í að hugga sig við að aðrir hafi það álíka skítt.

Viðskipti innlent

Sælir eru kynbættir

Kyngreint sæði hefur óveruleg áhrif á framleiðslutengda þætti á kúabúum en hinn fjárhagslegi ávinningur kemur að mestu fram í auknum erfðaframförum. Þetta er á meðal þess sem doktorsnemi sagði í erindi á ársfundi danskra kúabænda á dögunum um kyngreint sæði og efnahagslega þýðingu þess.

Viðskipti innlent

Kaupþing flaggar í Storebrand

Kaupþing jók við hlut sinn í norska trygginga- og fjármálafyrirtækinu Storebrand í morgun og er nú komið með 10,4 prósent hlutabréfa í félaginu. Bankinn fékk heimild hjá norskum yfirvöldum í morgun til að kaupa allt að 20 prósenta hlut í Storebrand.

Viðskipti innlent

Kaupþing spáir 5,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,6 prósent í apríl. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,3 prósent í mánuðinum. Til samanburðar mældist 5,9 prósenta verðbólga í þessum mánuði. Greiningardeildin spáir því að verðbólga lækki fram á sumar en telur óvíst að 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð.

Viðskipti innlent

Kaupþing fær að auka hlut sinn í Storebrand

Kaupþing fékk í morgun heimild norska yfirvalda til að fara með 20 prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand. Bankinn á fyrir tæpan tíu prósenta hlut en norsk lög banna erlendum aðilum að eiga meira en það í norsku fjármála- og tryggingafélagi án sérstakrar heimildar. Gengi bréfa í Storebrand hækkaði um 7,5 prósent í kjölfar þess að Kaupþingi var veitt heimild til að auka við hlut sinn.

Viðskipti innlent

GPS-tæki til hjálpar blindum

Ítalskt tæknifyrirtæki þróar nú GPS-búnað sem á að auðvelda blindum að komast leiðar sinnar. Nú er verið að prófa búnaðinn hjá 30 notendum úr Blindrafélagi Ítalíu en áætlað er að búnaðurinn verði kominn í almenna sölu í haust.

Viðskipti innlent

Engeyin ekki seld úr landi

HB Grandi hefur fallið frá því að selja Engey RE-1, stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, til Atlantic Pelagic og gera það út við strendur Afríku. Í stað þess hefur verið samið við Samherja hf um sölu á skipinu. Söluverð nemur 31,4 milljónum evra, jafnvirði rúmra 2,8 milljarða króna. Bókfærður hagnaður af sölunni er í kringum 700 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Smáralind tapaði 654 milljónum króna

Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári.

Viðskipti innlent

Sigurður og Hreiðar fá kaupréttarsamninga

Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra og stjórnarformanni Kaupþings hefur verið úthlutaður kaupréttur á tveimur og hálfri milljón hluta með framvirkum samningum. Þeir mega kaupa hlutina á genginu 1007, sem er lokagengi bréfa í bankanum þann 16. mars, þriðjung í einu á árunum 2009, 2010 og 2011.

Viðskipti innlent

Kaupþing hyggur á landvinninga í Miðausturlöndum

Kaupþing banki undirbýr nú að hefja starfsemi í Miðausturlöndum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands verður starfseminni stýrt frá Persaflóa og er bankinn í viðræðum við eftirlitsaðila á svæðinu til að afla sér nauðsynlegra starfsheimilda.

Viðskipti innlent

Atorka eykur við sig í Interbulk

Atorka Group hefur eignast rúm fjörutíu prósent hlutafjár í InterBulk Investments, þriðja stærsta félagi heims í tankgámaflutningum fyrir efnaiðnað, en átti fyrir 24 prósent. Félagið hefur skráð sig fyrir kaupum á nýju hlutafé í Interbulk fyrir 2,6 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Hafnar orðrómi um okur

Innan við þrjú prósent af hagnaði Kaupþings í fyrra kemur af viðskiptabankastarfsemi hér á landi að sögn Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns bankanns.

Viðskipti innlent

Í austurvegi

Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins.

Viðskipti innlent

Glitnir eignast meirihluta í FIM Group

Glitnir banki eignaðist í dag 68,1 prósenta hlut í finnska eignastýringafyrirtækinu FIM Group Corporation. Glitnir keypti hlutinn af 11 stærstu hluthöfum fyrirtækisins 5. febrúar síðastliðinn. Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM í apríl.

Viðskipti innlent

Metárhjá MP Fjárfestingarbanka

MP Fjárfestingarbanki skilaði 1.315 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 613 milljóna króna hagnað ári fyrr. Þetta er methagnaður í sögu bankans. Lagt verður til á aðalfundi bankans í lok mars að greða 18 prósenta arð eða 192,6 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,22%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 13,2 prósent síðastliðna tólf mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent

Hlutafé Exista fært í evrur

Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.

Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfismat Landsbankans

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest óbreyttar lánshæfismatseinkunnir Landsbankans sem A / F1 ( B/C með stöðugum horfum. Staðfestingin kemur í kjölfar lækkunar á lánshæfi íslenska ríkisins, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent

Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunni ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+ og AA+. Horfur eru stöðugar fyrir báðar einkunnir. Gengi hlutabréfa tók að lækka hratt í Kauphöll Íslands í kjölfar birtingar matsins.

Viðskipti innlent

Refresco kaupir í Bretlandi

Drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem er í meirihlutaeigu FL Group, Vífilfells og Kaupþings og með starfsemi á 13 stöðum í Evrópu, hefur fest kaup á breska drykkjarvöruframleiðandanum Histogram. Þetta eru fyrstu kaup Refresco í Bretlandi.

Viðskipti innlent

Tekjuafgangur hins opinbera 60,1 milljarður í fyrra

Tekjuafgangur hins opinbera nam 20 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta er 1,4 milljörðum krónum betri afkoma en ári fyrr. Tekjuafgangur alls síðasta árs nam 60,7 milljörðum króna samanborið við 53,6 milljarða krónur árið á undan, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar í dag.

Viðskipti innlent

Landsframleiðsla jókst um 2,5 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,5 prósent að raungildi á síðasta ársfjórðungi 2006 frá sama fjórðungi árið áður. Þjóðarútgjöld jukust hins vegar meira, eða um 3,2 prósent með tilheyrandi halla á viðskiptum við útlönd. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjustu Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent