Viðskipti innlent

GPS-tæki til hjálpar blindum

Gervihnettir munu vísa blindum leið
Gervihnettir munu vísa blindum leið Getty Images

Ítalskt tæknifyrirtæki þróar nú GPS-búnað sem á að auðvelda blindum að komast leiðar sinnar. Nú er verið að prófa búnaðinn hjá 30 notendum úr Blindrafélagi Ítalíu en áætlað er að búnaðurinn verði kominn í almenna sölu í haust.

Búnaðurinn tengist við GSM-síma og talar í gegn um hann til notandans og segir honum til vegar, þá ætlar fyrirtækið að bjóða sólarhrings innhringiþjónustu í gegnum búnaðinn ef fólk þarf að spyrja til vegar. Búnaðurinn gerir þær kröfur til GSM-símans að hægt sé að endurforrita hnappa á honum, því ganga ekki nema sumar gerðir síma með honum.

Þeir sem prófað hafa búnaðinn segja hann nánast boða byltingu, að sjálfstæði blindra til að komast leiðar sinnar aukist til allra muna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×