Viðskipti innlent

Dögg býst við að dómnum verði áfrýjað

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þrotabú Insoldium, sem var í eigu hennar og Páls Ágústs Ólafssonar sonar hennar, var dæmt til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna. Dögg vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hún sagðist ekki vera búin að lesa dóminn en hún hefði kynnt sér niðurstöðurnar.

Viðskipti innlent

Þurfa að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Insolidum, þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, til að greiða Saga Capital Fjárfestingarbanka tæpar 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá eru Dögg og Páll Ágúst jafnframt dæmd til að greiða 2,8 milljónir í málskostnað.

Viðskipti innlent

Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun

Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 prósentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verður í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri.

Viðskipti innlent

Slæm skilaboð til fjárfesta

Forstjóri HB Granda segir að ef hætt verði við arðgreiðslu til eigenda væru það skilaboð til fjárfesta um að varasamt væri að setja áhættufé í atvinnurekstur. Forstjórinn fundar með forvígismönnum Eflingar um hvernig umbuna megi starfsfólki sem hefur samþykkt að fresta launahækkunum.

Viðskipti innlent

Engin ásættanleg tilboð hafa borist í Össur

Birst hafa fréttir um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hf. Félagið og tilteknir hluthafar þess hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur um kaup á hlut í félaginu, en slík viðskipti hafa ekki verið ákveðin og engar ásættanlegar tillögur hafa borist.

Viðskipti innlent

Þarf ekki erlendan bankastjóra fyrir jafn vitlausa ákvörðun

„Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem er óánægður með þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%. Hann segir það ótrúlegt hvað þetta sé lítil vaxtalækkun

Viðskipti innlent

Starfsmenn Straums fá greidd laun

Skilanefnd Straums leggur ríka áherslu á að ráðningasamningar við starfsmenn verði efndir og laun fyrir marsmánuð verða greidd út með hefpbundnum hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Skilanefnd Straums sendi starfsmönnum bankans í gær. Það er því rangt sem fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu, um fjöldauppsagnir, að launagreiðslur til starsmanna Straums væru í uppnámi.

Viðskipti innlent

Fjöldauppsagnir hjá Straumi í dag

Fjöldauppsagnir eru hjá Straumi - Burðarási í dag. Ætla má að stærstur hluti starfsmanna bankans láti af störfum á næstu vikum og mánuðum. Launamál starfsmanna eru í uppnámi. Sumir hjá Straumi fengu allt upp í sjö milljóna króna bónusgreiðslur rúmri viku áður en skilanefnd var sett yfir bankann.

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar réð stýrivaxtaákvörðuninni

Peningastefnunefnd segir að mikilvægt sé að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka er viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið er óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi.

Viðskipti innlent