Viðskipti innlent

Engar reglur um sölu eigna

Engar samræmdar reglur eru um sölu eigna hjá skilanefndum bankanna. Viðskiptaráðherra segir að bankarnir hafi sínar eigin verklagsreglur en fylgst sé með að ferlið sé gagnsætt. Þá hefur Samkeppniseftirlitið gefið út leiðbeiningar varðandi söluferli eigna gömlu bankanna.

Viðskipti innlent

Ríkið orðið fasteignarisi

Ríkið mun verða einn stærsti eigandi fasteigna á höfuðborgarsvæðinu eftir fall Saxbyggs. Eignirnar telja Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar og 55 fasteignir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent

Ágúst kaus í umboði Karenar Millen

Fyrrum stjórnarformaður Byrs, Ágúst Ármann og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti stofnfjáreigandi í sparisjóðnum áður en Landsbankinn tók hlut hans yfir, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stuttu þar sem hann furða sig á ummælum Sveins Margeirssonar, nýkjörins stjórnarmanns í Byr.

Viðskipti innlent

Askar Capital tapaði 12,4 milljörðum í fyrra

Rekstur Askar Capital var mjög erfiður á árinu 2008 og nam tap af starfseminni 12,4 milljörðum króna eftir skatta. Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu og bankahruns á Íslandi hefur orðið mikið verðfall á eignum bankans og seljanleiki takmarkast verulega.

Viðskipti innlent

FME beitir Nýsi stjórnvaldssekt upp á 10 milljónir

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tilkynnt Nýsi hf. að stjórn FME hafi tekið ákvörðun um að beita félaginu stjórnavaldssekt, að upphæð 10 milljónir kr, þar sem háttsemi Nýsis hafi farið í bága við lög um verðbréfaviðskipti á sex mánaða tímabili frá byrjun árs 2008.

Viðskipti innlent

Síminn lækkar verð á útlandasímtölum

Frá og með 1. júlí lækkar Síminn verð á útlandasímtölum. stærsta breytingin er sú að í upphafi símtals verða gjaldfærðar 30 sekúndur fyrir tal en fyrir hverja sekúndu eftir það. Núna er verðskrá útlandasímtala með þeim hætti að í upphafi eru gjaldfærðar 60 sekúndur og fyrir hverjar 60 sekúndur eftir það.

Viðskipti innlent

Gefa öllum sjö ára börnum reiðhjólahjálma

Á næstu vikum mun Eimskip og Kiwanishreyfingin gefa öllum börnum í 1. bekk grunnskóla landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða árlegt átak Eimskips og Kiwanishreyfingarinnar, auk þess sem verkefnið nýtur ráðgjafar og stuðnings Forvarnahússins.

Viðskipti innlent

Mikil umframeftirspurn eftir E-Farice bréfum

Saga Capital Fjárfestingarbanki lauk í dag við að selja skuldabréf E-Farice ehf. fyrir alls 5 milljarða króna. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði og var mikil umframeftirspurn eftir bréfunum.

Viðskipti innlent

Hagstofa ESB mælir 16,3% verðbólgu á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl hér á landi samkvæmt upplýsingum sem Hagstofa Evrópusambandsins birti í morgun. Verðbólgan á þennan mælikvarða mælist nú 16,3% og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins.

Viðskipti innlent

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti eykst um 31,5% á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 16 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanborið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða eða 31,5% á milli ára.

Viðskipti innlent

Sjóvá seld þegar lygnir á mörkuðum

„Við erum að vinna í því endurskipuleggja Sjóvá og uppfylla öll skilyrði um tryggingastarfsemi. Við reiknum með að skrifað verði undir fyrir lok næstu viku. Þegar aðstæður lagast seljum við tryggingafélagið í opnu söluferli,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Viðskipti innlent