Viðskipti innlent

Saxbygg óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Icarus ehf. (áður Saxbygg) hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að verða tekið til gjaldþrotaskipta að því er segir í tilkynningu.

Eigendur Saxbyggs eru Saxhóll (Nóatúnsfjölskyldan) og BYGG (Byggingarfélag Gunnars og Gylfa).

Félagið var að stærstum hluta í fjárfestingum á fasteignamarkaði og á m.a. 52% hlut í Smáralind. Þá átti félagið 5,7% hlut í Glitni sem nú er verðlaus.

Engar skuldir eru í Icarusi ehf. aðrar en við viðskiptabanka félagsins. Í tilkynningu segir að skiptastjóri muni ráðstafa þeim eignum sem eru í félaginu.

Rekstur Smáralindar, einnar stærstu eignar Icarus, var mjög erfiður á síðasta ári. Smáralind tapaði 4,3 milljörðum króna 2008 samanborið við 155,5 milljóna hagnað 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×