Viðskipti innlent

Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins

Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður.

Viðskipti innlent

Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra

Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar.

Viðskipti innlent

Íbúða- og bílakaup verða áfram í lágmarki

Aðeins 2,8% Íslendinga telja það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kaupa hús eða íbúða á næstu 6 mánuðum. Hefur þetta hlutfall ekki áður mælst jafn lágt í núverandi kreppu. Um 7,5% telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni kaupa bíl á sama tímabili.

Viðskipti innlent

Byr segist víst hafa skilað ársreikningi

Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans.

Viðskipti innlent

Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána

Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar.

Viðskipti innlent

Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi

Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis.

Viðskipti innlent

Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10%

Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum.

Viðskipti innlent