Viðskipti innlent Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu. Viðskipti innlent 30.9.2009 08:04 Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður. Viðskipti innlent 29.9.2009 20:15 Vilja frest til að ákveða hvort kröfuhafar fái 95% hlut í bankanum Skilanefnd Glitnis hefur farið fram á tveggja vikna frest til að taka ákvörðun hvort erlendir kröfuhafar eignist 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafar vilja meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans. Allt opið ennþá segir formaður skilanefndarinnar. Viðskipti innlent 29.9.2009 18:45 Rólegur dagur á markaðinum Dagurinn var með rólegra móti í kauphöllinni og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 0,1% í viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. Viðskipti innlent 29.9.2009 15:41 Oxymap í samstarf við læknadeild Háskóla Íslands Háskóli Íslands og Oxymap ehf. gerðu nýverið með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnismælinga og mun Oxymap veita Háskólanum styrk vegna stöðu sérfræðings við læknadeild. Viðskipti innlent 29.9.2009 15:20 Fiskiskipum á aflamarki fækkaði um 574 frá 2004 Íslenskum fiskiskipum í aflamarkskerfinu fækkaði um 574 á árunum 2004 - 2009 eða um 44,7% samkvæmt samantekt LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1283 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 en þeim hafði fækkað niður í 709 fiskveiðiárið 2008/2009. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:57 Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:49 Beat bjartsýnn á að gengi krónunnar styrkist Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securities í nýmarkaðsríkjum er bjartsýnn á að gengi krónunnar muni styrkjast á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Siegenthaler til viðskiptavina sinna. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:31 Keyptu af sjálfum sér fyrir sjálfa sig með kröfu á sjálfa sig Wernersbræður létu eigin kröfu á hendur Milestone, ganga upp í kaup á Lyfjum og heilsu út úr fyrirtækinu. Þetta staðfestir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:54 Ár er liðið frá upphafi bankahrunsins á Íslandi Í dag er ár frá því ljóst varð að Glitnir stóð á brauðfótum. Hann varð fyrstur hinna íslensku banka til að verða þjóðnýttur en fall hans markar endalok íslensku útrásarinnar og upphaf þeirra efnhagsþrenginga sem þjóðin finnur á eigin skinni. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:32 Íbúða- og bílakaup verða áfram í lágmarki Aðeins 2,8% Íslendinga telja það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kaupa hús eða íbúða á næstu 6 mánuðum. Hefur þetta hlutfall ekki áður mælst jafn lágt í núverandi kreppu. Um 7,5% telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni kaupa bíl á sama tímabili. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:13 Bresk hönnunarstofa velur Nordic eMarketing Íslenska ráðgjafafyrirtækið Nordic eMarketing í Bretlandi hefur verið ráðið til að markaðssetja bresku hönnunarstofuna Williams Murray Hamm (WMH) á Internetinu. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:04 SA og VÍ hrauna yfir skattastefnu ríkisstjórnarinnar „Samtök aðila í atvinnurekstri vara við skattastefnu stjórnvalda, enda vinnur hún gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis." Viðskipti innlent 29.9.2009 11:51 Sókn í leiguhúsnæði hefur aukist um 25% milli ára Talsvert aukin sókn hefur verið í leiguhúsnæði á undanförnum mánuðum en á fyrstu átta mánuðum ársins höfðu alls 7.406 leigusamningum með íbúðarhúsnæði verið þinglýst samanborið við 5.916 á sama tímabili fyrir ári. Þetta er aukning upp á 25%. Viðskipti innlent 29.9.2009 10:32 Hugmyndir verða að tækifærum í Iðnó - verðlaun fyrir þær bestu Jeff Taylor, stofnandi Monster.com, kemur í annað sinn til Íslands á nokkrum mánuðum 5. okt næstkomandi. Hann hyggst hjálpa íslenskum frumkvöðlum að breyta hugmyndum í tækifæri, fyrirtæki og blómleg viðskipti. Fólk er hvatt til að skila inn hugmyndum fyrir miðnætti á morgun. Viðskipti innlent 29.9.2009 10:10 Ríkissjóður eykur útgáfu ríkisbréfa um 60 milljarða Ríkissjóður hefur í hyggju að auka útgáfu ríkisbréfa á árinu um 60 milljarða kr. Yrði útgáfan í heild því 205 milljarðar kr. ef áformin ganga eftir. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:19 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 3,3% Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2009 var 181,6 stig og hækkaði um 3,3% frá júlí 2009. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:08 Aflaverðmætið jókst um 8,4 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 54 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2009, samanborið við rúmlega 45 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,4 milljarða eða 18,6 % á milli ára. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:05 Gjaldþrot fyrirtækja orðin 555 talsins á árinu Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008. Fyrstu 8 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 555 talsins. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:02 Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 5,8 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.304 milljarðar kr. í lok ágúst og lækkuðu um 5,8 milljarða kr. í mánuðinum. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:47 Staða markaðsskuldabréfa lækkar enn Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst 2009 nam 1.527,7 milljörðum kr. og hækkaði um 11,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 29,4 milljarða kr. í mánuðinum á undan. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:40 Forsætisráðherra: Getum ekki beðið lengur eftir AGS Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekki efni á því að bíða lengur eftir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarri útborgun sjóðsins í framhaldinu. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:32 Byggðastofnun tapaði tæpum 1,7 milljörðum, eigið fé horfið Byggðastofnun skilaði 1.663 milljón kr. tapi á fyrri helming ársins. Fjárhagsstaða stofnunarinnar er mjög slæm því samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar orðið neikvætt um 118,7 milljónir kr. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:17 Byr segist víst hafa skilað ársreikningi Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans. Viðskipti innlent 28.9.2009 20:06 Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. Viðskipti innlent 28.9.2009 18:50 Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. Viðskipti innlent 28.9.2009 15:45 Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. Viðskipti innlent 28.9.2009 14:00 Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. Viðskipti innlent 28.9.2009 12:02 Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. Viðskipti innlent 28.9.2009 11:55 Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. Viðskipti innlent 28.9.2009 10:47 « ‹ ›
Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu. Viðskipti innlent 30.9.2009 08:04
Ritstjóri Morgunblaðsins enn eigandi Viðskiptablaðsins Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins er enn eigandi Viðskiptablaðsins sem hann ritstýrði áður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lánstrausti er Útgáfufélagið Myllusetur í 100% eigu Haraldar en það félag keypti Viðskiptablaðið í nóvember á síðasta ári af félaginu Framtíðarsýn sem átti blaðið áður. Viðskipti innlent 29.9.2009 20:15
Vilja frest til að ákveða hvort kröfuhafar fái 95% hlut í bankanum Skilanefnd Glitnis hefur farið fram á tveggja vikna frest til að taka ákvörðun hvort erlendir kröfuhafar eignist 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafar vilja meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans. Allt opið ennþá segir formaður skilanefndarinnar. Viðskipti innlent 29.9.2009 18:45
Rólegur dagur á markaðinum Dagurinn var með rólegra móti í kauphöllinni og hækkaði úrvalsvísitalan OMX16 um 0,1% í viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan í rúmum 809 stigum. Viðskipti innlent 29.9.2009 15:41
Oxymap í samstarf við læknadeild Háskóla Íslands Háskóli Íslands og Oxymap ehf. gerðu nýverið með sér samning um rannsóknir á sviði súrefnismælinga og mun Oxymap veita Háskólanum styrk vegna stöðu sérfræðings við læknadeild. Viðskipti innlent 29.9.2009 15:20
Fiskiskipum á aflamarki fækkaði um 574 frá 2004 Íslenskum fiskiskipum í aflamarkskerfinu fækkaði um 574 á árunum 2004 - 2009 eða um 44,7% samkvæmt samantekt LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1283 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 en þeim hafði fækkað niður í 709 fiskveiðiárið 2008/2009. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:57
Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:49
Beat bjartsýnn á að gengi krónunnar styrkist Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securities í nýmarkaðsríkjum er bjartsýnn á að gengi krónunnar muni styrkjast á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Siegenthaler til viðskiptavina sinna. Viðskipti innlent 29.9.2009 14:31
Keyptu af sjálfum sér fyrir sjálfa sig með kröfu á sjálfa sig Wernersbræður létu eigin kröfu á hendur Milestone, ganga upp í kaup á Lyfjum og heilsu út úr fyrirtækinu. Þetta staðfestir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:54
Ár er liðið frá upphafi bankahrunsins á Íslandi Í dag er ár frá því ljóst varð að Glitnir stóð á brauðfótum. Hann varð fyrstur hinna íslensku banka til að verða þjóðnýttur en fall hans markar endalok íslensku útrásarinnar og upphaf þeirra efnhagsþrenginga sem þjóðin finnur á eigin skinni. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:32
Íbúða- og bílakaup verða áfram í lágmarki Aðeins 2,8% Íslendinga telja það mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kaupa hús eða íbúða á næstu 6 mánuðum. Hefur þetta hlutfall ekki áður mælst jafn lágt í núverandi kreppu. Um 7,5% telja það líklegt eða frekar líklegt að þeir muni kaupa bíl á sama tímabili. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:13
Bresk hönnunarstofa velur Nordic eMarketing Íslenska ráðgjafafyrirtækið Nordic eMarketing í Bretlandi hefur verið ráðið til að markaðssetja bresku hönnunarstofuna Williams Murray Hamm (WMH) á Internetinu. Viðskipti innlent 29.9.2009 12:04
SA og VÍ hrauna yfir skattastefnu ríkisstjórnarinnar „Samtök aðila í atvinnurekstri vara við skattastefnu stjórnvalda, enda vinnur hún gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, hærra atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis." Viðskipti innlent 29.9.2009 11:51
Sókn í leiguhúsnæði hefur aukist um 25% milli ára Talsvert aukin sókn hefur verið í leiguhúsnæði á undanförnum mánuðum en á fyrstu átta mánuðum ársins höfðu alls 7.406 leigusamningum með íbúðarhúsnæði verið þinglýst samanborið við 5.916 á sama tímabili fyrir ári. Þetta er aukning upp á 25%. Viðskipti innlent 29.9.2009 10:32
Hugmyndir verða að tækifærum í Iðnó - verðlaun fyrir þær bestu Jeff Taylor, stofnandi Monster.com, kemur í annað sinn til Íslands á nokkrum mánuðum 5. okt næstkomandi. Hann hyggst hjálpa íslenskum frumkvöðlum að breyta hugmyndum í tækifæri, fyrirtæki og blómleg viðskipti. Fólk er hvatt til að skila inn hugmyndum fyrir miðnætti á morgun. Viðskipti innlent 29.9.2009 10:10
Ríkissjóður eykur útgáfu ríkisbréfa um 60 milljarða Ríkissjóður hefur í hyggju að auka útgáfu ríkisbréfa á árinu um 60 milljarða kr. Yrði útgáfan í heild því 205 milljarðar kr. ef áformin ganga eftir. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:19
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 3,3% Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2009 var 181,6 stig og hækkaði um 3,3% frá júlí 2009. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:08
Aflaverðmætið jókst um 8,4 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 54 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2009, samanborið við rúmlega 45 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,4 milljarða eða 18,6 % á milli ára. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:05
Gjaldþrot fyrirtækja orðin 555 talsins á árinu Í ágúst 2009 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 20 fyrirtæki í ágúst 2008. Fyrstu 8 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 555 talsins. Viðskipti innlent 29.9.2009 09:02
Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 5,8 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.304 milljarðar kr. í lok ágúst og lækkuðu um 5,8 milljarða kr. í mánuðinum. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:47
Staða markaðsskuldabréfa lækkar enn Staða markaðsskuldabréfa í lok ágúst 2009 nam 1.527,7 milljörðum kr. og hækkaði um 11,3 milljarða kr. í mánuðinum, samanborið við lækkun upp á 29,4 milljarða kr. í mánuðinum á undan. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:40
Forsætisráðherra: Getum ekki beðið lengur eftir AGS Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekki efni á því að bíða lengur eftir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarri útborgun sjóðsins í framhaldinu. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:32
Byggðastofnun tapaði tæpum 1,7 milljörðum, eigið fé horfið Byggðastofnun skilaði 1.663 milljón kr. tapi á fyrri helming ársins. Fjárhagsstaða stofnunarinnar er mjög slæm því samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar orðið neikvætt um 118,7 milljónir kr. Viðskipti innlent 29.9.2009 08:17
Byr segist víst hafa skilað ársreikningi Forsvarsmenn Byr vilja meina að þeir eigi ekki að vera á svörtum lista ríkisskattstjóra vegna vanskila á ársreikningum. Þeir halda því fram að þeir hafi fyrir löngu afgreitt ársreikning fyrir árið 2008. Reikninginn má finna á vefsíðu bankans. Viðskipti innlent 28.9.2009 20:06
Mismunandi kjör banka vegna húsnæðislána Viðskiptavinir Kaupþings og Landsbankans geta ekki treyst því að fá sömu kjör og fólk í viðskiptum við Íslandsbanka - sem geta eftir rúman mánuð fengið milljónir - og jafnvel tugmilljónir af húsnæðislánum sínum afskrifaðar. Viðskipti innlent 28.9.2009 18:50
Marel hækkaði um 5,2% í dag Marel var á mikilli siglingu í kauphöllinni og hækkaði um 5,2% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,9% og stendur í tæpum 809 stigum. Viðskipti innlent 28.9.2009 15:45
Spáir 9% ársverðbólgu í október Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að neysluverð hækki um 0,5% í október næstkomandi og að ársverðbólgan mælist þá 9%. Viðskipti innlent 28.9.2009 14:00
Um 22.000 fyrirtæki hafa ekki skilað ársreikningum Straumur Burðarás og Fáfnir eru meðal þeirra 22.000 fyrirtækja sem ekki hafa skilað ársreikningum til ársreikningaskrár. Listi yfir fyrirtækin hefur verið birtur á vef ríkisskattstjóra. Viðskipti innlent 28.9.2009 12:02
Verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi Þrátt fyrir talsverða hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) nú vegna útsöluloka og fjörkipps í húsnæðisliðnum er ljóst að verðbólguþrýstingur fer ört minnkandi. Innlendur kostnaðarþrýstingur er lítill, gengi krónu hefur verið tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði og sömu sögu má segja um hrávöruverð erlendis. Viðskipti innlent 28.9.2009 11:55
Icelandair eykur áætlunarflug sitt um allt að 10% Icelandair hefur ákveðið að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um allt að 10% og gera stórátak í því að fjölga ferðamönnum til landsins. Icelandair flýgur til Íslands frá 26 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku og mun á næsta sumri fjölga vikulegum ferðum úr 140 í alls 155 flug á viku eða 23 flug daglega á háannatímanum. Viðskipti innlent 28.9.2009 10:47
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent