Viðskipti innlent

Fiskiskipum á aflamarki fækkaði um 574 frá 2004

Súlurit um þróunina sem er á vefsíðu LÍÚ.
Súlurit um þróunina sem er á vefsíðu LÍÚ.

Íslenskum fiskiskipum í aflamarkskerfinu fækkaði um 574 á árunum 2004 - 2009 eða um 44,7% samkvæmt samantekt LÍÚ. Alls voru skráð fiskiskip 1283 talsins fiskveiðiárið 2004/2005 en þeim hafði fækkað niður í 709 fiskveiðiárið 2008/2009.

 

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að lítill munur er á þróuninni, hvort um er að ræða aflamarksskip eða krókaaflamarksbáta. Þannig fækkaði þeim fyrrnefndu um tæp 43% á fyrrgreindu tímabili en krókaaflamarksbátunum fækkaði um 46%.

 

Sé horft til þróunarinnar út frá stærð og gerð skipa má sjá að smábátum með aflamark hefur fækkað um 57% á þessu tímabili, skipum með aflamark hefur fækkað um 38% og skuttogurum hefur fækkað um 15%

 

Ef hins vegar er horft til sex ára tímabils, þ.e. 2003 - 2009 hefur aflamarksskipum og krókaaflamarksbátum fækkað um 653 talsins, úr 1356 fiskveiðiárið 2003/2004 í 709 fiskveiðiárið 2008/2009. Alls er fækkunin 47,7% á þessu sex ára tímabili.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×