Nýr sjóður ræður tvo framkvæmdastjóra 29. september 2009 14:49 Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. Í tilkynningu segir að Jón Þór Gunnarsson muni verða framkvæmdastjóri félagsins í Reykjavík og mun leiða störf félagins á Íslandi. Jón Þór var forstöðumaður á fyrirtækjsviði Nýja Landsbankans og yfirmaður endurskipulagningar fyrirtækja. Áður var Jón Þór forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, og yfirmaður erlendrar deildar bankans sem sá um birgða og kröfufjármögnun svo og lán til erlendra sjávarútvegsfyrirtækja. Jón Þór hefur einnig víðtæka reynslu sem framkvæmdastjóri fyrirtækja á Íslandi og erlendis, þar af níu ár sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood / SÍF í Bretlandi. Andreas Enger mun verða framkvæmdastjóri félagsins í Osló og mun með Jóni Þór leita að og skoða fjárfestingartækifæri. Andreas er stjórnarformaður Peterson & Son, sem er norskt umbúða fyrirtæki. Andreas var áður forstjóri og fjármálastjóri hjá Norske Skog, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu á pappír fyrir dagblöð. Norske Skog er með stærri iðnfyrirtækjum Noregs og er skráð á OSE. Andreas var ábyrgur fyrir verkefnum sem stuðluðu að framleiðni aukningu og niðurskurði á kostnaði hjá Norske Skog. Hann var einnig forstjóri hjá Midelfart Holding, sem er leiðandi í innflutningi á snyrtivörum til Noregs. Andreas var yfirmaður hjá Petroleum Geo-Services, sem er alþjóðlegt olíuleitar fyrirtæki, þegar það fyrirtæki fór í gegnum endurskipulagningu. Hann hefur einnig unnið hjá McKinsey & Company í Osló og Mið-Austurlöndum. Norskur fjárfestir Endre Rösjö, sem hefur verið leiðandi í stofnun Norræna Íslenska Vaxtarsjóðsins, segir eftirfarandi um ofangreindar ráðningar "Við erum mjög ánægðir með ráðningu Jóns Þórs og Andreas og erum með þeim komnir með grunn að sterku stjórnunarfyrirtæki fyrir sjóðinn. Þessir tveir framkvæmdastjórar hafa víðtæka reynslu og þekkingu á sviði endurskipulagningar stórra og flókina fyrirtækja. Þeir hafa einnig sannað sig sem stjórnendur sem klára flókin verkefni með gott siðferði að leiðarljósi." Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem verið er að stofna. Sjóðurinn mun til að byrja með fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi og taka þátt í endurfjármögnun fyrirtækja. Sjóðurinn mun þannig vinna með Íslenskum bönkum og fyrirtækjum, og styðja á sama tíma við uppbyggingu Íslensks efnahagslífs. Sjóðurinn mun í fyrstu byggja á skandinavískum fjárfestum, en mun einnig bjóða Íslenskum og alþjóðlegum fjárfestum þátttöku. Sjóðurinn hefur rætt við Íslenska Lífeyrissjóði um samstarf við fjárfestingar á íslandi. Fjárfestingar í auðlindum eru ekki hluti af stefnu sjóðsins. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn hefur tilkynnit um ráðningu tveggja framkvæmdastjóra að félagi sem mun sjá um stjórnun sjóðsins og fjárfestingar fyrir sjóðinn. Norski fjárfestirinn Endre Rösjö, sem nýlega keypti 15% hlut í MP Banka er ánægður með þessar ráðningar. Í tilkynningu segir að Jón Þór Gunnarsson muni verða framkvæmdastjóri félagsins í Reykjavík og mun leiða störf félagins á Íslandi. Jón Þór var forstöðumaður á fyrirtækjsviði Nýja Landsbankans og yfirmaður endurskipulagningar fyrirtækja. Áður var Jón Þór forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans, og yfirmaður erlendrar deildar bankans sem sá um birgða og kröfufjármögnun svo og lán til erlendra sjávarútvegsfyrirtækja. Jón Þór hefur einnig víðtæka reynslu sem framkvæmdastjóri fyrirtækja á Íslandi og erlendis, þar af níu ár sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood / SÍF í Bretlandi. Andreas Enger mun verða framkvæmdastjóri félagsins í Osló og mun með Jóni Þór leita að og skoða fjárfestingartækifæri. Andreas er stjórnarformaður Peterson & Son, sem er norskt umbúða fyrirtæki. Andreas var áður forstjóri og fjármálastjóri hjá Norske Skog, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu á pappír fyrir dagblöð. Norske Skog er með stærri iðnfyrirtækjum Noregs og er skráð á OSE. Andreas var ábyrgur fyrir verkefnum sem stuðluðu að framleiðni aukningu og niðurskurði á kostnaði hjá Norske Skog. Hann var einnig forstjóri hjá Midelfart Holding, sem er leiðandi í innflutningi á snyrtivörum til Noregs. Andreas var yfirmaður hjá Petroleum Geo-Services, sem er alþjóðlegt olíuleitar fyrirtæki, þegar það fyrirtæki fór í gegnum endurskipulagningu. Hann hefur einnig unnið hjá McKinsey & Company í Osló og Mið-Austurlöndum. Norskur fjárfestir Endre Rösjö, sem hefur verið leiðandi í stofnun Norræna Íslenska Vaxtarsjóðsins, segir eftirfarandi um ofangreindar ráðningar "Við erum mjög ánægðir með ráðningu Jóns Þórs og Andreas og erum með þeim komnir með grunn að sterku stjórnunarfyrirtæki fyrir sjóðinn. Þessir tveir framkvæmdastjórar hafa víðtæka reynslu og þekkingu á sviði endurskipulagningar stórra og flókina fyrirtækja. Þeir hafa einnig sannað sig sem stjórnendur sem klára flókin verkefni með gott siðferði að leiðarljósi." Norræni Íslenski Vaxtarsjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem verið er að stofna. Sjóðurinn mun til að byrja með fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi og taka þátt í endurfjármögnun fyrirtækja. Sjóðurinn mun þannig vinna með Íslenskum bönkum og fyrirtækjum, og styðja á sama tíma við uppbyggingu Íslensks efnahagslífs. Sjóðurinn mun í fyrstu byggja á skandinavískum fjárfestum, en mun einnig bjóða Íslenskum og alþjóðlegum fjárfestum þátttöku. Sjóðurinn hefur rætt við Íslenska Lífeyrissjóði um samstarf við fjárfestingar á íslandi. Fjárfestingar í auðlindum eru ekki hluti af stefnu sjóðsins.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira