Viðskipti innlent

Bresk hönnunarstofa velur Nordic eMarketing

Íslenska ráðgjafafyrirtækið Nordic eMarketing í Bretlandi hefur verið ráðið til að markaðssetja bresku hönnunarstofuna Williams Murray Hamm (WMH) á Internetinu.

 

Í tilkynningu segir að Williams Murray Hamm (WMH) er ein þekktasta og elsta hönnunarstofa Bretlands. WMH hefur unnið fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum heims og er þekkt fyrir frumlega nálgun á verkefnum sínum. Meðal viðskiptavina þeirra eru Ryvita, RBS og Virgin.

 

„Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur og einstaklega spennandi verkefni" segir Patricia Khalifa, viðskiptastjóri Nordic eMarketing í Bretlandi . „Verkefnið er hluti af stærri pakka fyrir bresku fyrirtækjagrúppuna Loewy Group sem samanstendur af nokkrum auglýsinga-, hönnunar og almannatengslastofum."

 

WMH er stofnuð árið 1997 og hefur unnið til verðlauna um allan heim. Meðal annars eru verðlaun eins og D&AD, Design Week, Clio og New York Festivals.

 

Á þessu ári unnu þeir gull- og silfurverðlaun á Cannes Lion verðalaunahátíðinni. Gullið var fyrir hönnun þeirra fyrir stjörnukokkinn Jamie Oliver.

 

Samstarfssamningurinn er til sex mánaða og á að leggja grunn að sjáanleika WMH á netinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×