Viðskipti innlent

Ríkissjóður eykur útgáfu ríkisbréfa um 60 milljarða

Ríkissjóður hefur í hyggju að auka útgáfu ríkisbréfa á árinu um 60 milljarða kr. Yrði útgáfan í heild því 205 milljarðar kr. ef áformin ganga eftir.

 

Í tilkynningu um málið segir að í ársbyrjun 2009 var tilkynnt um áætlaða útgáfu ríkisbréfa fyrir um 145 milljarða kr. á árinu. Sala ríkisbréfa hefur gengið vel og var markmiði ársáætlunar náð í ágúst sl.

 

Í ljósi eftirspurnar á markaði eftir óverðtryggðum bréfum er stefnt að því að auka við útgáfuna um allt að 60 milljarða kr. á árinu, ef markaðsaðstæður leyfa. Andvirði útgáfunnar verður varið til þess að efla sjóðstöðu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×