Viðskipti innlent

Engin útgáfa íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í nein útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. Útlán sjóðsins hafa verið minni á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu.

 

Í tilkynningu segir að þann 17. júlí 2009 birti Íbúðalánasjóður endurskoðaða áætlun varðandi útlán, útgáfu og greiðslur sjóðsins fyrir árið 2009. Þar gerði sjóðurinn ráð fyrir að gefa út íbúðabréf að upphæð 7-9 milljarða á þriðja ársfjórðungi ársins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×